Guðbjörg Helga Hjartardóttir er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hún er með LL.M. gráðu í félagarétti frá University College London. Guðbjörg hefur mikla reynslu á sviði félagaréttar og hefur um árabil veitt ráðgjöf til jafnt innlendra sem erlendra aðila, m.a. að því er varðar fjármögnun fyrirtækja og samruna og yfirtökur, ekki hvað síst þegar kemur að fjárfestingum yfir landamæri. Hennar helstu sérsvið eru einnig fjármálaþjónusta og regluverk, fjármagnsmarkaðir, fjárhagsleg endurskipulagning og eignaréttur. Guðbjörg Helga er hluti af banka- og fjármögnunarteymi LOGOS. Hún hóf störf á LOGOS árið 2004 og varð meðeigandi árið 2013.

Viðurkenningar
  • The Legal 500 EMEA Recommended Lawyer 2022

„Guðbjörg Helga Hjartardóttir has the experience to go into every project and see the big picture and assess the whole situation very quickly. Her work is of high quality work, and her attention to detail is of great value when it comes to finalizing complicated tasks. She is a top lawyer in her field.“

- The Legal 500

Tengdar fréttir og greinar