Othar Örn Petersen er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann er með MA gráðu í American Legal Institutions með áherslu á skaðabóta- og stjórnskipunarrétt frá University of Minnesota. Othar hefur starfað við lögmennsku frá árinu 1972. Hann var einn af stofnendum LOGOS í ársbyrjun 2000 og fyrsti stjórnarformaður félagsins. Þar á undan var hann m.a. meðeigandi hjá A&P lögmönnum frá árinu 1990. Othar hefur verið ráðgefandi hjá LOGOS frá ársbyrjun 2013 er hann gekk úr eigendahópi stofunnar. Othar hefur mikla reynslu á sviðið flugréttar, fjármögnunar flugvéla sem og kaup og sölu flugvéla og hefur starfað fyrir Icelandair á því sviði svo og fyrir fjölda erlendra aðila. Auk þess hefur hann mikla reynslu á sviði verktakaréttar og var hann jafnframt framkvæmdastjóri Verktakasambands Íslands árin 1976-1985. Othar hefur verið gerðardómsmaður í málum er tengjast verktakastarfsemi. Othar var stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands og síðar lagadeild Háskólans í Reykjavík svo og við verkfræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur flutt fjölda fyrirlestra einkum á sviði verktakaréttar. Hann sat í nefndum á vegum samgönguráðherra og fjármálaráðherra. Othar átti sæti í stjórn Lögfræðingafélags Íslands og hefur setið í nefndum á vegum Lögmannafélagsins m.a. sem formaður laganefndar félagsins árin 1990-1992 og var um tíma endurskoðandi Lögmannafélagsins. Othar hlaut gullmerki lögmannafélagsins árið 2016.