Óttar Pálsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann er með LL.M. gráðu í félaga-, banka- og verðbréfamarkaðsrétti frá University College London. Óttar starfaði hjá A&P lögmönnum, forvera LOGOS, á árunum 1997-1999, sem meðeigandi hjá LOGOS 2001-2006 og síðan aftur frá árinu 2011. Á árunum 2006-2010 starfaði Óttar hjá Straumi-Burðarási fjárfestingabanka hf., fyrst sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og síðan forstjóri. Óttar hefur áralanga reynslu af lögmannsstörfum og hefur undanfarin ár unnið mikið sem ráðgjafi fyrir erlenda fjárfesta. Hann er einn reynslumesti lögmaður stofunnar í málflutningi. Helstu sérsvið Óttars, auk málflutnings, eru fjármögnun fyrirtækja og fjármagnsmarkaðir, fjármálafyrirtæki og regluverk þeirra, félagaréttur og fyrirtækjaráðgjöf, fjárhagsleg endurskipulagning, samrunar og yfirtökur. Óttar leiðir banka- og fjármögnunarteymi LOGOS. Hann situr í stjórnum nokkurra fyrirtækja, m.a. Kaupþings ehf. og ALMC hf. (áður Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf.). Þá hefur Óttar sinnt kennslustörfum um árabil við lagadeild Háskóla Íslands í hlutafélagarétti með áherslu á stjórnskipulag hlutafélaga og ábyrgð stjórnenda. Óttar hefur verið formaður siðareglunefndar Lögmannafélags Íslands frá árinu 2017.

Viðurkenningar
  • Chambers Global 2024 - Óttar Pálsson
  • Chambers Europe 2024 - Óttar Pálsson
  • The Legal 500 EMEA Leading Lawyer 2021
  • IFLR1000 Market Leader 2023

„Óttar Pálsson is one of a kind when it comes to banking and finance in Iceland. As a former banker, an avid transactional lawyer and highly respected litigator, he brings a unique perspective, valuable insight and consistent results to the table. He is highly sought after by banks and parties on both the sell and buy side in larger transactions.“

- The Legal 500

Tengdar fréttir og greinar