Persónuupplýsingar geta verið verðmæt eign fyrirtækja. Á sama tíma er meðferð slíkra upplýsinga oft á tíðum vandmeðfarin með hliðsjón af þeim skyldum sem lagðar eru á ábyrgðaraðila og vinnsluaðila persónuupplýsinga.

Á vormánuðum 2016 samþykkti Evrópusambandið nýja evrópska persónuverndarlöggjöf, þ.á m. reglugerð nr. 2016/679 (GDPR) um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og frjálst flæði slíkra upplýsinga. Um er að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöf í Evrópu í tvo áratugi. Íslandi ber að innleiða þetta breytta regluverk í íslenska löggjöf og munu breytingarnar taka gildi árið 2018.

Í ljósi þeirra gríðarlegu breytinga sem hið nýja regluverk mun hafa í för með sér er mikilvægt fyrir fyrirtæki og stofnanir að huga að þessum breytingum og hefja undirbúning sem fyrst.

Lögmenn LOGOS eru leiðandi á þessu sviði og búa yfir mikilli reynslu sem nýtist viðskiptavinum við að uppfylla skilyrði núgildandi persónuverndarlaga og við undirbúning undir hið breytta lagaumhverfi.

Meðal verkefna LOGOS á þessu sviði má nefna:

 • Kortlagning og framkvæmd úttekta á vinnslu fyrirtækja og stofnana
 • Gerð persónuverndarstefna og reglna
 • Ráðgjöf um heimild til vinnslu og réttindi hinna skráðu
 • Gerð vinnslusamninga
 • Ráðgjöf um flutning á persónuupplýsingum
 • Gerð bindandi fyrirtækjareglna
 • Ráðgjöf varðandi skipun persónuverndarfulltrúa
 • Greining á hlutverkum við vinnslu og sambandi ábyrgðaraðila og vinnsluaðila
 • Aðstoð við tilkynningar og leyfisumsóknir til Persónuverndar
 • Ráðgjöf í tengslum við notkun skýjalausna
 • Námskeið og fræðsla fyrir starfsmenn og stjórnendur

Samkvæmt álitsgjöfum matsfyrirtækjanna Legal500 og Chambers er LOGOS í forystu á þessu sviði og með framúrskarandi orðspor.

Að ýmsu er að huga í tengslum við undirbúning fyrir fyrirhugaðar breytingar á persónuverndarlöggjöfinni og hafa sérfræðingar LOGOS tekið saman lista yfir þau atriði sem einkum þarf að líta til.

10 skrefa undirbúningsferli 

Algengir misbrestir við meðferð persónuupplýsinga - Áslaug Björgvinsdóttir

Hver er þessi persónuverndarfulltrúi? - Áslaug Björgvinsdóttir

Umsagnir atvinnulífsins um ný persónuverndarlög - Áslaug Björgvinsdóttir

Sjálfvirknivæðing viðskiptaferla – kröfur persónuverndarreglugerðarinnar - Hjördís Halldórsdóttir


Póstlisti - persónuvernd

Óska eftir að fá send fréttabréf og aðrar upplýsingar varðandi reglur á sviði persónuverndar