Persónuupplýsingar geta verið verðmæt eign fyrirtækja. Á sama tíma er meðferð slíkra upplýsinga oft á tíðum vandmeðfarin með hliðsjón af þeim skyldum sem lagðar eru á ábyrgðaraðila og vinnsluaðila persónuupplýsinga. Framundan eru auk þess umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöf í tvo áratugi.

Lögmenn LOGOS eru leiðandi á þessu sviði og búa yfir mikilli reynslu sem nýtist viðskiptavinum við að uppfylla skilyrði núgildandi persónuverndarlaga og við undirbúning undir hið breytta lagaumhverfi.

Meðal verkefna LOGOS á þessu sviði má nefna framkvæmd úttekta á vinnslu fyrirtækja og stofnana, gerð bindandi fyrirtækjareglna og ráðgjöf um hvers konar flutning persónuupplýsinga, ráðgjöf í tengslum við heimild til vinnslu, upplýsingarétt hins skráða, vinnslu á starfsmannaupplýsingum, aðstoð við tilkynningar til Persónuverndar og leyfisumsóknir, gerð vinnslusamninga, ráðgjöf í tengslum við notkun skýjalausna o.s.frv.

Samkvæmt álitsgjöfum matsfyrirtækjanna Legal500 og Chambers er LOGOS í forystu á þessu sviði og með framúrskarandi orðspor.