Samrunar og yfirtökur.jpg

Samrunar og yfirtökur

LOGOS hefur aðstoðað við fjölmargar yfirtökur og samruna fyrirtækja á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Mikilvægi faglegrar ráðgjafar á þessu sviði verður seint ofmetið þar sem oftar en ekki þarf að taka mið af flóknum lagareglum. Aðstoð LOGOS felur í sér nána samvinnu og ráðgjöf við viðskiptamenn, allt frá fyrstu hugleiðingum um viðskipti þar til kaup, sala eða samruni er í höfn. Þar á meðal er gerð áreiðanleikakannana, tilboðs- og samningagerð auk fjármögnunarsamninga.

Í tengslum við samruna og yfirtökur þarf oft leyfi opinberra aðila, s.s. samkeppnisyfirvalda eða annarra eftirlitsstofnana. Meðal verkefna LOGOS á þessu sviði er liðsinni við tilkynningar og leyfisumsóknir í viðkomandi málum.

LOGOS hefur einnig unnið að fjölda verkefna fyrir seljendur fyrirtækja. Má í því sambandi nefna verkefni á borð við mat á söluaðferðum, áreiðanleikakannanir, undirbúning sölugagna auk vinnu við ítarlegar útboðslýsingar.

Sérfræðingar LOGOS hafa þannig yfir að ráða víðtækri þekkingu á flestum sviðum atvinnulífsins og hafa komið að mörgum stærri samningum um yfirtökur og samruna fyrirtækja á undanförnum árum. Þessi þekking og reynsla tryggir að hagsmuna viðskiptamanna okkar sé gætt í hvívetna.

Samkvæmt matsfyrirtækinu The Legal 500 er LOGOS í fararbroddi í ráðgjöf vegna stórra fyrirtækjakaupa.

Helstu eigendur á þessu sviði eru Óttar Pálsson sem fær hæstu einkunn hjá matsfyrirtækjunum Chambers and Partners og IFLR 1000 í flokki viðskipta- og félagaréttar, Þórólfur Jónsson sem fær hæstu einkunn hjá matsfyrirtækjunum Chambers and Partners, IFLR 1000 sem og Legal 500 í flokki viðskipta- og félagaréttar og Gunnar Sturluson sem fær háa einkunn hjá Chambers and Partners, IFLR 1000 í flokki viðskipta- og félagaréttar og hjá Legal 500 í ESB rétti og samkeppnisrétti.