Bækur

Niðurstöður IFLR1000

IFLR1000, matsfyrirtæki sem metur þjónustu lögmanna og lögmannsstofa birti nýlega niðurstöður sínar. LOGOS heldur sinni stöðu sem lögmannsstofa í fremstu röð (Top Tier Firm) í báðum þeim flokkum sem metnir eru (Financial and Corporate og Project management). 

Grein eftir Jón Elvar Guðmundsson

Viðskiptablaðið birti nýlega grein eftir Jón Elvar Guðmundsson einn af eigendum LOGOS.  Í gein sinni fjallar Jón Elvar um það hvort hlutfall skatts af arði sé of lágt miðað við tekjuskatt af launum.

Grein eftir Áslaugu Björgvinsdóttur

Nýlega birti Viðskiptablaðið grein eftir Áslaugu Björgvinsdóttur eiganda hjá LOGOS. Greinina sem ber heitið "Ný persónuverndarlög eins árs - og hvað svo?" má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Öryggisbrestir og tilkynningarskylda

Nýverið sendi LOGOS út fréttabréf til þeirra sem skráðir eru á póstlista um persónuvernd. Þar fjallar Áslaug Björgvinsdóttir einn af eigendum LOGOS um öryggisbresti og tilkynningarskyldu út frá nýju persónuverndarlöggjöfinni.

Grein eftir Heiðar Ásberg Atlason

Viðskiptablaðið birti grein eftir Heiðar Ásberg Atlason einn af eigendum LOGOS fimmtudaginn 27. júní. Greinina sem ber heitið "Mannréttindi R" má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Grein Helgu Melkorku og Halldórs Brynjars

Vísir birti í síðustu viku grein eftir tvo af eigendum LOGOS þau Helgu Melkorku Óttarsdóttur og Halldór Brynjar Halldórsson, greinina sem ber heitið Beðið eftir Samkeppniseftirlitinu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Nýir fulltrúar hjá LOGOS

LOGOS hefur bætt við sig fjórum löglærðum fulltrúum sem ráðnir eru til að sinna lögfræðilegum verkefnum hjá stofunni. 

Aðstoðarmaður lögmanna í London

LOGOS óskar eftir að ráða aðstoðarmann á skrifstofu fyrirtækisins í London. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku, vera ábyrgur, skipulagður og agaður í vinnubrögðum, traustur, samviskusamur og með góða samskiptafærni.

Þórólfur Jónsson nýr framkvæmdastjóri LOGOS

Þórólfur Jónsson, ­lögmaður og einn eigenda LOGOS lögmannsþjónustu, hef­ur tekið við fag­legri fram­kvæmda­stjórn félagsins. Þórólfur tek­ur við starf­inu af Helgu Melkorku Óttarsdóttur, lög­manni, sem gegnt hef­ur starf­inu síðastliðin 6 ár. Þórólfur hefur verið einn eigenda LOGOS frá árinu 2009. 

Niðurstöður Chambers Europe 2019

Matsfyrirtækið Chambers & Partner var að birta niðurstöður sínar fyrir Chambers Europe 2019. LOGOS er eina íslenska stofan sem nær því að vera í efsta flokki (band 1) á öllum sviðum sem metin eru.

Spænsk skattlagning mögulegt brot gegn EES samningnum

Þann 7. mars birti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins upplýsingar um ákvörðun sína um að fara fram á það við Spán að tryggt verði að skattgreiðendur á Íslandi, Noregi og Lichtenstein njóti sama réttar 

Róbó ráðgjöf

Fréttablaðið birti í dag viðtal við tvo lögmenn LOGOS, þá Fannar Frey Ívarsson og Frey Snæbjörnsson. Í viðtalinu ræða þeir um svokallaða Róbó-ráðgjöf sem þeir héldu erindi um á UT messunni í febrúar sl. 

Chambers Global 2019

Chambers Global var að birta niðurstöður sínar fyrir þetta ár (Chambers Global 2019).

Góðar niðurstöður fyrir LOGOS sem er áfram í efsta flokki á þeim sviðum sem metin eru.

Dómur í máli Ragnars Þórissonar

Þann 12. febrúar sl. féll dómur í Strassborg þar sem Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði gerst brotlegt í máli Ragnars Þórissonar. 

Grein eftir Áslaugu Björgvinsdóttur

Viðskiptablaðið birti grein eftir Áslaugu Björgvinsdóttur eiganda hjá LOGOS sl. fimmtudag (7. febrúar). Greinin ber heitið "Ótímabundinn einkaréttur í skjóli firmaskráningar"

Nýgerður samningur Arion banka og RB

LOGOS óskar RB og Arion banka til hamingju með nýgerðan samning félaganna um innleiðingu á nýjum grunnkerfum bankans.  

Nýr eigandi hjá LOGOS

Halldór Brynjar Halldórsson hefur gengið til liðs við eigendahóp LOGOS. Hann hefur starfað á stofunni frá árinu 2007 en útskrifaðist með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009. 

Grein eftir Kristján Jónsson

Viðskiptablaðið birti (10. janúar) grein eftir Kristján Jónsson lögfræðing hjá LOGOS. Í greininni sem ber heitið „Ísland á alþjóðamörkuðum og EES“ 

Morgunverðarfundur - Tölum um tilnefningarnefndir

Ólafur Arinbjörn Sigurðsson eigandi á LOGOS er einn framsögumanna á morgunverðarfundi á vegum Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq Iceland og Samtaka atvinnulífsins sem haldinn verður 10. janúar nk. 

Grein eftir Halldór Brynjar Halldórsson

Viðskiptablaðið birti í dag (6. desember) grein eftir Halldór Brynjar Halldórsson lögmann og verkefnastjóra hjá LOGOS. Í greininni sem ber heitið „Húsleitir á villigötum?“ fjallar Halldór Brynjar um þau réttarúrræði sem fyrirtæki hafa, 

Friðhelgi einkalífs stjórnmálamanna - Lögfræðileg álitaefni í Kastljósi

Hjördís Halldórsdóttir hæstaréttarlögmaður og einn eiganda LOGOS var í Kastljósi þriðjudaginn 4. desember sl.

Síminn sýknaður af kröfum Sýnar

LOGOS gætti hagsmuna Símans hf. sem var sýknaður af skaðabótakröfu Sýnar hf. að fjárhæð rúmar 898 milljónir króna auk dráttarvaxta, með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4525/2013, Sýn hf. gegn Símanum hf.,

Lögfræðileg ráðgjöf vegna sölu á Tempo

LOGOS og dótturfélag LOGOS í London, LOGOS Legal Services Ltd., veittu Origo hf. lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við sölu á 55% hlut í Tempo ehf. 

Lögfræðileg ráðgjöf vegna sölu á CCP

LOGOS ráðlagði hluthöfum í CCP hf., stærsta framleiðanda tölvuleikja á Íslandi, við sölu á öllum hlutabréfum félagsins til Suður kóreska leikjaframleiðandans Pearl Abyss,

LOGOS framúrskarandi fyrirtæki

LOGOS er á lista Cred­it­in­fo yfir framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki fyr­ir rekstr­ar­árið 2017 sem kynnt­ur var í Hörpu 14. nóvember. Á list­an­um eru 857 fyr­ir­tæki, 2% allra skráðra fyr­ir­tækja á Íslandi. Morgunblaðið birti viðtal við Helgu Melkorku Óttarsdóttur framkvæmdastjóra LOGOS af því tilefni.

LOGOS í fremstu röð hjá IFLR1000

IFLR1000, sem framkvæmir mat á lögfræðistofum árlega, hefur í flokki fyrirtækja- og fjárhagsráðgjafar (Financial and Corporate) metið þjónustu LOGOS sem framúrskarandi.

Ný grein eftir Hjördísi Halldórsdóttur

Viðskiptablaðið birti grein eftir Hjördísi Halldórsdóttur lögmann og eiganda á LOGOS hinn 25. október. Hjördís fjallar um svokallaðar vefkökur í grein sinni "Eru allir að klúðra kökunum?"

Sigur í Hæstarétti

LOGOS óskar Símanum hf. til hamingju með sigur í hæstréttarmálinu nr. 329/2017, Sýn hf. gegn Símanum hf., en dómur í málinu var kveðinn upp þann 18. október s.l. Dómur Hæstaréttar leiddi til lykta deilu aðildar sem upphófst árið 2015, þegar Síminn hf. breytti Sjónvarpi Símans (áður SkjárEinn) í opna sjónvarpsstöð en gerði tímaflakk hluta af áskriftarþjónustunnni Sjónvarpi Símans Premium.

Námskeið fyrir persónuverndarfulltrúa

Þann 1. nóvember verður haldið námskeið hjá LOGOS lögmannsþjónustu fyrir persónuverndarfulltrúa og aðra þá sem hafa yfirumsjón með vinnslu persónuupplýsinga í sínu starfi.

Kennarar á námskeiðinu verða Áslaug Björgvinsdóttir og Hjördís Halldórsdóttir lögmenn, sem hafa víðtæka sérþekkingu á sviði persónuverndar auk þess að sinna hlutverki persónuverndarfulltrúa fyrir umbjóðendur.

Grein eftir Bjarnfreð Ólafsson í Viðskiptablaðinu

Viðskiptablaðið birti í dag grein eftir Bjarnfreð Ólafsson einn eigenda LOGOS. Efni greinarinnar eru skattaeftirlit og skattrannsóknir en Bjarnfreður sérhæfir sig í skattarétti.

Frábær árangur fulltrúa Logos

Hildur Hjörvar fulltrúi hjá LOGOS var fyrst til þess að hljóta öll fern verðlaun sem veitt eru fyrir námsárangur í lagadeild Háskóla Íslands.  Morgunblaðið fjallar um árangur Hildar í dag: Fyrst til að hljóta öll verðlaun deildarinnar

Grein Hjördísar Halldórsdóttur í Viðskiptablaðinu 7. júní

Viðskiptablaðið birti í gær grein eftir Hjördísi Halldórsdóttur lögmann og einn eiganda á LOGOS.

Persónuvernd - 25. maí og hvað nú?

Í dag kemur ný reglugerð Evrópusambandsins um vernd persónuupplýsinga („GDPR“) til framkvæmda í aðildarríkjum sambandsins, sem leysir eldri tilskipun frá 2000 af hólmi.

Viðtal við Helgu Melkorku Óttarsdóttur

Viðskiptablaðið birti í dag viðtal við Helgu Melkorku Óttarsdóttur framkvæmdastjóra LOGOS.

LOGOS í fremstu röð hjá Legal 500

Legal 500 sem leggur mat á frammistöðu lögmanna um allan heim, hefur gefið út niðurstöður sýnar fyrir árið 2018.

Grein Jóns Elvars í Viðskiptablaðinu 1. apríl s.l.

Sunnudaginn 1. apríl birtist grein eftir Jón Elvar Guðmundsson eiganda hjá LOGOS í Viðskiptablaðinu á netinu.

Grein Áslaugar í Morgunblaðinu 17. mars

Laugardaginn 17. mars birtist grein eftir Áslaugu Björgvinsdóttur eigenda á LOGOS í Morgunblaðinu.

Niðurstöður Chambers Europe 2018

Chambers Europe, sem leggur mat á frammistöðu lögmanna í einstökum löndum um allan heim, voru að gera opinberar niðurstöður sínar fyrir íslenska markaðinn 2018.

Norsk Hydro

Norsk Hydro undirritaði nú í vikunni bindandi tilboð um kaup á 100% hlut í ISAL.

LOGOS aðstoðar Kaupþing við sölu á hlutabréfum í Arion banka

LOGOS veitti Kaupþingi ehf. ráðgjöf í tengslum við sölu á hlutabréfum þess í Arion banka hf. sem seld voru í síðustu viku.

LOGOS í efsta flokki í Chambers Global 2018

Í gær gerði Chambers and Partners opinberar niðurstöður sínar fyrir þetta ár (Chambers Global 2018).

Grein eftir Erlend Gíslason

Viðskiptablaðið birti í dag grein Erlendar Gíslasonar eiganda á LOGOS.

Sýkna VÍS og Atafls staðfest í Hæstarétti

Höfðað var mál gegn Vátryggingafélagi Íslands og Atafli hvar krafist var skaðabóta úr slysatryggingu ökumanns skv. 92. grein umferðarlaga vegna slyss sem varð við undirbúning að affermingu lyftara af palli vörubifreiðar.

Erindi Hjördísar Halldórsdóttur á UTmessunni 2. febrúar sl.

Á UTmessunni nýverið var Hjördís Halldórsdóttir lögmaður og einn af eigendum LOGOS með erindi um persónusnið og sjálfvirka ákvarðanatöku, sem einnig mætti nefnda persónugreiningu og gervigreindarákvarðanir.

Kvika banki hf. sýknaður af kröfum ET sjón ehf.

Kvika banki hf. var sýknaður af kröfum ET sjón ehf. í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 24. janúar 2017.

LOGOS eitt af fyrirmyndar fyrirtækjum í rekstri

Viðskiptablaðið og Keldan hafa birt lista sinn yfir val á fyrirmyndarfyrirtækjum í rekstri.

Grein eftir Áslaugu Björgvinsdóttur

Í dag fimmtudaginn 11. janúar birtist grein eftir Áslaugu Björgvinsdóttur eiganda hjá LOGOS í Viðskiptablaðinu.

Persónuvernd – dómsmálaráðuneyti upplýsir um stöðu á innleiðingu og brýnir mikilvægi undirbúnings

Dómsmálaráðuneytið birti í dag frétt um stöðu á upptöku nýrrar persónuverndarreglugerðar ESB í EES-samninginn og innleiðingu hennar í landsrétt.

Framúrskarandi fyrirtæki ársins

Creditinfo hefur valið LOGOS sem eitt af framsúrskarandi fyrirtækjum ársins 2016. Til að hljóta viðurkenninguna þarf að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi rekstarhagnað, eiginfjárhlutfall og fleira.

110 ára afmælisfögnuður LOGOS

Fimmtudaginn 9. nóvember sl. hélt LOGOS 110 ára afmælisfögnuð en LOGOS rekur sögu sína allt aftur til ársins 1907.

Iceland Innovation and Growth Forum 2017

Guðmundur J. Oddsson forstöðumaður London skrifstofu LOGOS mun taka þátt í Iceland Innovation and Growth Forum 2017, ráðstefnu sem haldin verður í London dagana 6. og 7. nóvember.

Bókarkaflar eftir Bjarnfreð Ólafsson og Jón Elvar Guðmundsson

Í nýútkominni bók: Afmælisrit Jón Steinar Gunnlaugsson sjötugur 27. september 2017, eru kaflar eftir tvo af eigendum LOGOS.

Grein Jóns Elvars í Viðskiptablaðinu 1. apríl s.l.

Sunnudaginn 1. apríl birtist grein eftir Jón Elvar Guðmundsson eiganda hjá LOGOS í Viðskiptablaðinu á netinu.

Framúrskarandi fyrirtæki ársins

Creditinfo hefur valið LOGOS sem eitt af framsúrskarandi fyrirtækjum ársins 2016. Til að hljóta viðurkenninguna þarf að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi rekstarhagnað, eiginfjárhlutfall og fleira.

Nýir eigendur hjá LOGOS

Áslaug Björgvinsdóttir hdl., hefur gengið í eigendahóp LOGOS. Þá eru nýir eigendur á skrifstofu LOGOS í London ensku lögmennirnir Anna Huxster og Claire Broomhead. LOGOS er stærsta lögmannsstofan hér á landi og sérhæfir sig í þjónustu við íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf. Frá árinu 2005 hefur LOGOS rekið skrifstofu í London sem sinnir flestum sviðum fyrirtækjalögfræði.

Breytt persónuverndar löggjöf

Í september sl. stóðu LOGOS og Microsoft á Íslandi fyrir fundi fyrir viðskiptavini fyrirtækjanna um nýtt regluverk Evrópusambandsins um persónuvernd, sem ætla má að verði innleitt í íslenska löggjöf árið 2018.

The Legal 500 UK 2016

Okkur er ánægja að tilkynna það að The Legal 500 UK hefur gefið LOGOS topp einkunn í flokknum "Foreign Firms - European firms in London - Scandinavia".

Grein eftir Helgu Melkorku Óttarsdóttur og Gunnar Sturluson

Thomson Reuters birti nýlega grein eftir Helgu Melkorku Óttarsdóttur og Gunnar Sturluson á vef sínum Practical Law.

Grein Helgu Melkorku Óttarsdóttur í 300 stærstu

Í vikunni kom ritið 300 stærstu út á vegum Frjálsrar verslunar. Helga Melkorka Óttarsdóttir faglegur framkvæmdastjóri LOGOS skrifaði hugleiðingu í ritið.

Grein eftir Bjarnfreð Ólafsson í Viðskiptablaðinu

Viðskiptablaðið birti í dag grein eftir Bjarnfreð Ólafsson einn eigenda LOGOS. Efni greinarinnar eru skattaeftirlit og skattrannsóknir en Bjarnfreður sérhæfir sig í skattarétti.

Greinina má lesa hér: Vandi skattrannsókna

19. júlí 2018

Frábær árangur fulltrúa LOGOS

Hildur Hjörvar fulltrúi hjá LOGOS var fyrst til þess að hljóta öll fern verðlaun sem veitt eru fyrir námsárangur í lagadeild Háskóla Íslands.  Morgunblaðið fjallar um árangur Hildar í dag: Fyrst til að hljóta öll verðlaun deildarinnar

Ýr Sigurðardóttir fulltrúi sem útskrifaðist núna í júní hlaut verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn í meistaranámi lagadeildar HÍ þetta árið, LOGOS veitti verðlaunin.

Við hér á LOGOS erum ótrúlega stolt af Hildi og Ýri og óskum þeim til hamingju með þennan frábæra árangur.

3. júlí 2018

Grein Hjördísar Halldórsdóttur í Viðskiptablaðinu 7. júní

Viðskiptablaðið birti í gær grein eftir Hjördísi Halldórsdóttur lögmann og einn eiganda á LOGOS. Greinin ber heitið: „Sjálfvirknivæðing viðskiptaferla – kröfur persónuverndarreglugerðarinnar”.

8. júní 2018

Persónuvernd - 25. maí og hvað nú?

Í dag kemur ný reglugerð Evrópusambandsins um vernd persónuupplýsinga („GDPR“) til framkvæmda í aðildarríkjum sambandsins, sem leysir eldri tilskipun frá 2000 af hólmi.

Mikið hefur verið spurt um hvenær hið nýja regluverk mun taka gildi hér á landi. Dómsmálaráðuneytið hefur frá byrjun stefnt að því að nýtt regluverk taki gildi á sama tíma á Íslandi og í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Nú er aftur á móti ljóst að svo verður ekki. Lokadrög að frumvarpi til nýrra persónuverndarlaga liggja fyrir, en frumvarp hefur þó ekki verið lagt fram á Alþingi.

Mikilvægt er að hafa í huga að reglugerðin verður ekki innleidd hér á landi fyrr en hún hefur formlega verið tekin upp í EES-samninginn. Næsti fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar, þar sem ákvarðanir eru teknar um upptöku gerða í EES-samninginn, verður haldinn 31. maí nk. Þar sem innleiðing reglugerðarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi verður Ísland að taka ákvörðunina með svokölluðum stjórnskipulegum fyrirvara, nema Alþingi samþykki þingsályktun þess efnis að stjórnskipulega fyrirvaranum sé aflétt fyrir fund nefndarinnar. Aðeins þrír þingfundir eru á dagskrá fram að fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar og er því afar ólíklegt að aflétting stjórnskipulega fyrirvarans náist á þeim tíma.

Þá liggur fyrir að Liechtenstein mun þurfa að taka ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar með stjórnskipulegum fyrirvara, verði hún tekin á fundi nefndarinnar 31. maí nk., þar sem innleiðing reglugerðarinnar krefst þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi. Þar sem reglugerðin getur ekki tekið gildi í Noregi, Liechtenstein og á Íslandi fyrr en öll ríkin þrjú hafa aflétt hinum stjórnskipulega fyrirvara er ljóst að reglugerðin mun ekki taka gildi í kjölfar næsta fundar sameiginlegu EES-nefndarinnar. Jafnvel þótt Ísland og Liechtenstein myndu ná að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara fyrir 31. maí myndi Alþingi eingöngu hafa þrjá þingfundi til að afgreiða frumvarp til innleiðingar reglugerðarinnar, samkvæmt starfsáætlun þingsins.

Sameiginlega EES-nefndin mun hittast aftur hinn 6. júlí og er því möguleiki á að hægt verði að taka ákvörðun um upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn á þeim fundi, verði ákvörðun ekki tekin 31. maí nk. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis verður þingið þó ekki að störfum á þeim tíma. Frestun innleiðingar fram á haustþing virðist því líkleg.

Þótt innleiðing hér á landi frestist mega fyrirtæki og stofnanir ekki sofna á verðinum. Undirbúningur fyrir hið nýja regluverk getur reynst flókinn og er í mörg horn að líta. Þá er einkum mikilvægt að hafa í huga að vegna víðtæks gildissviðs reglugerðarinnar tekur hún gildi í dag gagnvart fyrirtækjum og stofnunum hér á landi sem bjóða uppá vörur eða þjónustu í aðildarríkjum Evrópusambandsins.  

25. maí 2018

Viðtal við Helgu Melkorku Óttarsdóttur

Viðskiptablaðið birti í dag viðtal við Helgu Melkorku Óttarsdóttur framkvæmdastjóra LOGOS. Þar ræðir Helga Melkorka m.a. um lögmennsku og þær breytingar sem orðið hafa og eru að verða á starfsumhverfi lögmanna.

Viðtalið má sjá hér: Vélar verða seint lögfræðingar

26. apríl 2018

LOGOS í fremstu röð hjá Legal 500

Legal 500 sem leggur mat á frammistöðu lögmanna um allan heim, hefur gefið út niðurstöður sýnar fyrir árið 2018.

LOGOS er fremstu röð á Íslandi nú sem áður, einnig eru fjölmargir lögmenn hjá LOGOS á lista yfir þá lögmenn sem mælt er sérstaklega með "Leading lawyers". 

Hægt er að sjá heildarniðurstöður á prófíl LOGOS hjá Legal 500

13. apríl

Grein Jóns Elvars í Viðskiptablaðinu 1. apríl s.l.

Sunnudaginn 1. apríl birtist grein eftir Jón Elvar Guðmundsson eiganda hjá LOGOS í Viðskiptablaðinu á netinu. Greinin ber heitið: "Sérstakur skattur á innlenda aðila sem fá erlent lánsfé."

5. apríl 

Grein Áslaugar í Morgunblaðinu 17. mars

Laugardaginn 17. mars birtist grein eftir Áslaugu Björgvinsdóttur eigenda á LOGOS í Morgunblaðinu. Greinin ber heitið: Umsagnir atvinnulífsins um ný persónuverndarlög.

Áslaug nefnir m.a. í greininni hversu stuttur frestur til að koma með athugasemdir við frumvarpið er, mun styttri en annars staðar. Atvinnulífið þurfi þess vegna að bregðast hratt við ætli það að koma athugasemdum til Dómsmálaráðuneytisins.

19. mars

Niðurstöður Chambers Europe 2018

Chambers Europe, sem leggur mat á frammistöðu lögmanna í einstökum löndum um allan heim, voru að gera opinberar niðurstöður sínar fyrir íslenska markaðinn 2018. LOGOS er í efsta flokki á öllum sviðum eins og áður, ein íslenskra lögmannsstofa. Þá eru lögmenn frá LOGOS í efsta flokki á öllum sviðunum sex, þ.e. fyrirtækjaráðgjöf, málflutningur og úrlausn ágreinings, vinnuréttur, hugverkaréttur og sjóflutningar.

Sjá á síðu Chambers and Partners

14. mars 2018

Norsk Hydro

Norsk Hydro undirritaði nú í vikunni bindandi tilboð um kaup á 100% hlut í ISAL. LOGOS aðstoðar Rio Tinto í söluferlinu, og af hálfu LOGOS hefur þeirri vinnu verið stýrt af Hjördísi Halldórsdóttur og Guðbjörgu Helgu Hjartardóttur.  LOGOS óskar öllum hlutaðeigandi aðilum til hamingju með þennan merka áfanga í ferlinu.

Sjá nánar hér: : https://finance.yahoo.com/news/norsk-hydro-hydro-binding-offer-080101204.html

28. febrúar 2018

LOGOS aðstoðar Kaupþing við sölu á hlutabréfum í Arion banka

LOGOS veitti Kaupþingi ehf. ráðgjöf í tengslum við sölu á hlutabréfum þess í Arion banka hf. sem seld voru í síðustu viku. Um var að ræða 5,35% eignarhlut í bankanum sem seldur var til fjölda íslenskra sjóða og tveggja erlendra fjárfesta.  Aðrir ráðgjafar í viðskiptunum voru Kvika banki og erlenda lögmannsstofan White & Case.

18. febrúar 2018

LOGOS í efsta flokki í Chambers Global 2018

Í gær gerði Chambers and Partners opinberar niðurstöður sínar fyrir þetta ár (Chambers Global 2018). Þetta bar helst til tíðinda: 

 • Í Corporate/Commercial er LOGOS eftir sem áður í efsta flokki
  • Þórólfur Jónsson og Óttar Pálsson eru í Band 1, Gunnar Sturluson í Band 2 og Ragnar Tómas Árnason í Band 3.
  • Helga Melkorka Óttarsdóttir telst „Eminent Practitioner”
  • Samtals komast tveir á lista yfir sérfræðinga staðsetta erlendis og eru það okkar menn Guðmundur J Oddsson og Gunnar Þór Þórarinsson í London.
  • Sjá nánar: Chambers Global 2018
 • Í Dispute resolution er LOGOS í efsta flokki
  • Ólafur Eiríksson er í Band 1 og Heiðar Ásberg Atlason er í Band 2
  • Sjá nánar: Chambers Global 2018

Þetta er góðar niðurstöður fyrir LOGOS sem er áfram í efsta flokki á þeim sviðum sem metin eru og er eina lögmannsstofan á Íslandi sem nær því. 

16. febrúar 2018

Grein eftir Erlend Gíslason

Viðskiptablaðið birti í dag grein Erlendar Gíslasonar eiganda á LOGOS. Greinin ber heitið: Getur alþjóðasamningur leitt til lægri flugfargjalda og fjallar um Höfðaborgarsamninginn og hugsanleg áhrif hans verði hann lögfestur hér á landi.

Erlendur Gíslason

15. febrúar 2018

Sýkna VÍS og Atafls staðfest í Hæstarétti

Höfðað var mál gegn Vátryggingafélagi Íslands og Atafli hvar krafist var skaðabóta úr slysatryggingu ökumanns skv. 92. grein umferðarlaga vegna slyss sem varð við undirbúning að affermingu lyftara af palli vörubifreiðar. Talið var að óupplýst væri með hvaða hætti aðili hefði fengið áverka sem drógu hann til dauða og hvort eða hvernig þeir tengdust vörubifreiðinni eða notkun hennar. Var Vátryggingafélag Íslands og Atafl því sýknað í Hæstarétti. Ólafur Eiríksson, lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu, gætti hagsmuna Vátryggingafélags Íslands og Atafls í Hæstarétti.

13. febrúar 2018

Erindi Hjördísar Halldórsdóttur á UTmessunni 2. febrúar sl.

Á UTmessunni nýverið var Hjördís Halldórsdóttir lögmaður og einn af eigendum LOGOS með erindi um persónusnið og sjálfvirka ákvarðanatöku, sem einnig mætti nefnda persónugreiningu og gervigreindarákvarðanir. Ný persónuverndarreglugerð tekur á þessu hvoru tveggja og gerir tilteknar kröfur til fyrirtækja sem mikilvægt er að þekkja, ekki síst ef ætlunin er að sjálfvirknivæða viðskiptaferla og nýta sér gervigreind í rekstrinum.

Fyrirlesturinn er aðgengilegur hér: Persónusnið og sjálfvirk ákvarðanataka. Þegar algoritmarnir ráða.

Umfjöllun um erindi Hjördísar birtist í vefútgáfu Viðskiptablaðsins hinn 11. febrúar:  Leið út úr frumskógi sjálfvirkninnar og viðtal við Hjördísi um efnið má heyra hér: Síðdegisútvarp Rásar 2, 12.2.2018 (mínúta 51:28)

Hjördís Halldórsdóttir

6. febrúar 2018

Kvika banki hf. sýknaður af kröfum ET sjón ehf.

Kvika banki hf. var sýknaður af kröfum ET sjón ehf. í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 24. janúar 2017. Í málinu hafði verið gerð krafa um ríflega 301 milljón krónur vegna tjóns sem ET sjón ehf. taldi sig hafa orðið fyrir vegna ófullnægjandi ráðgjafar af hálfu forvera Kviku banka hf.

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á málatilbúnað ET sjónar ehf. og sýknaði Kviku banka hf.

Óttar Pálsson, lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu, gætti hagsmuna Kviku banka hf. fyrir héraðsdómi.

LOGOS eitt af fyrirmyndar
fyrirtækjum í rekstri

Viðskiptablaðið og Keldan hafa birt lista sinn yfir val á fyrirmyndarfyrirtækjum í rekstri. Í heildina komust um 850 fyrirtæki á listann eða 2% fyrirtækja landsins, LOGOS lenti í 61. sæti á listanum og erum við mjög stolt af því.

Af því tilefni birtist viðtal við Helgu Melkorku Óttarsdóttur framkvæmdastjóra LOGOS í Viðskiptablaðinu fimmtudaginn 18. janúar. Viðtalið ber yfirskriftina Þjónusta við kaup og sölu fyrirtækja veigamikil.

Grein eftir Áslaugu Björgvinsdóttur

Í dag fimmtudaginn 11. janúar birtist grein eftir Áslaugu Björgvinsdóttur eiganda hjá LOGOS í Viðskiptablaðinu.

Greinin tæpir á helstu atriðum varðandi persónuverndarfulltrúa sem er eitt af því sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að huga að áður en ný reglugerð Evrópusambandsins á sviði persónuverndar kemur til framkvæmda í maí: Hver er þessi persónuverndarfulltrúi?

Grein Helgu Melkorku Óttarsdóttur í 300 stærstu

Í vikunni kom ritið 300 stærstu út á vegum Frjálsrar verslunar. Helga Melkorka Óttarsdóttir faglegur framkvæmdastjóri LOGOS skrifaði hugleiðingu í ritið.

Hugleiðinguna má lesa hér: Eftirlit með eftirlitinu

Ný löggjöf um persónuvernd - vinnustofa á vegum LOGOS og Viðskiptaráðs

Vinnustofa - Löggjöf um persónuvernd.png

Persónuvernd – dómsmálaráðuneyti upplýsir um stöðu á innleiðingu og brýnir mikilvægi undirbúnings

Dómsmálaráðuneytið birti í dag frétt um stöðu á upptöku nýrrar persónuverndarreglugerðar ESB í EES-samninginn og innleiðingu hennar í landsrétt.

Hin nýja reglugerð mun ekki taka til Íslands fyrr en hún hefur verið tekin upp í EES-samninginn með formlegum hætti, en upptökuferlið er nú í fullum gangi og er markmiðið að gildistaka reglugerðarinnar þann 25. maí 2018 muni einnig taka til Íslands og hinna EFTA-ríkjanna innan EES. Samhliða upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn er unnið að innleiðingu reglugerðarinnar í íslensk lög. Starfshópur hefur verið skipaður til þessa verkefnis og áformað er að frumvarpið verði tilbúið um miðjan janúar 2018. Um svipað leyti, eða jafnvel nokkru fyrr, áætlar ráðuneytið að hefja samráð við almenning og hagsmunaðila.

Jafnvel þótt upptöku- og innleiðingarvinna dragist á langinn ítrekar ráðuneytið mikilvægi þess að fyrirtæki og stofnanir sem vinna með persónuupplýsingar hefjist handa við undirbúning sem fyrst, sé hann ekki hafinn nú þegar. Í því sambandi vísar ráðuneytið m.a. til víðtæks landfræðilegs gildissviðs reglugerðarinnar sem gerir það að verkum að íslensk fyrirtæki og stofnanir, sem hafa með höndum tiltekna vinnslu persónuupplýsinga innan ESB, þurfi að standast kröfur reglugerðarinnar frá og með 25. maí 2018, óháð því hvort upptöku- og innleiðingarvinnu verði lokið hér á landi á þeim tíma.

Frétt dómsmálaráðuneytisins má lesa í heild sinni hér.

Vinsamlegast hafðu samband við Áslaugu Björgvinsdóttur hdl., CIPP/E eða Hjördísi Halldórsdóttur hrl. óskir þú eftir frekari upplýsingum eða ráðgjöf um hið nýja persónuverndarregluverk.

Bókarkaflar eftir Bjarnfreð Ólafsson og Jón Elvar Guðmundsson

Í nýútkominni bók: Afmælisrit Jón Steinar Gunnlaugsson sjötugur 27. september 2017, eru kaflar eftir tvo af eigendum LOGOS. Þá Bjarnfreð Ólafsson (Um skattasamkeppni og skattasamráð) og Jón Elvar Guðmundsson (Skattlagning skáldaðra tekna).

110 ára afmælisfögnuður LOGOS

Fimmtudaginn 9. nóvember sl. hélt LOGOS 110 ára afmælisfögnuð en LOGOS rekur sögu sína allt aftur til ársins 1907. Þá opnaði Sveinn Björnsson málflutningsskrifstofu sína í Kirkjustræti 10 í Reykjavík.

Ljósmyndari frá Viðskiptablaðinu var á staðnum og má sjá myndir úr fögnuðinum hér: Myndasíða: 110 ára afmæli Logos

Nýjar greinar eftir eigendur LOGOS

Um eignaskatta, grein Jóns Elvars Guðmundssonar birtist í Viðskiptablaðinu 26. október sl.

Algengir misbrestir við meðferð persónuupplýsinga, grein Áslaugar Björgvinsdóttur birtist í Viðskiptablaðinu 2. nóvember sl.

Einnig birtist nýlega kafli um Ísland eftir Ólaf Eiríksson og Hildi Hjörvar í ritinu Regional Guide to Retirement Plans & Schemes

Iceland Innovation and Growth Forum 2017

Guðmundur J. Oddsson forstöðumaður London skrifstofu LOGOS mun taka þátt í Iceland Innovation and Growth Forum 2017, ráðstefnu sem haldin verður í London dagana 6. og 7. nóvember. Guðmundur mun taka þátt í pallborðsumræðunum ásamt nokkrum öðrum stjórnendum íslenskra fyrirtækja sem náð hafa að hasla sé völl í Bretlandi.

Gudmundur J. Oddsson

Framúrskarandi fyrirtæki ársins

Creditinfo hefur valið LOGOS sem eitt af framsúrskarandi fyrirtækjum ársins 2016. Til að hljóta viðurkenninguna þarf að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi rekstarhagnað, eiginfjárhlutfall og fleira.

LOGOS er á meðal 1,7% skráðra fyrirtækja á Íslandi sem fengu slíka viðurkenningu. LOGOS er í 45. sæti af 624 fyrirtækjum og í 8. sæti nýliða á listanum.

Umfjöllun Viðskiptablaðsins

Nýir eigendur hjá LOGOS

Áslaug Björgvinsdóttir hdl., hefur gengið í eigendahóp LOGOS. Þá eru nýir eigendur á skrifstofu LOGOS í London ensku lögmennirnir Anna Huxster og Claire Broomhead. LOGOS er stærsta lögmannsstofan hér á landi og sérhæfir sig í þjónustu við íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf. Frá árinu 2005 hefur LOGOS rekið skrifstofu í London sem sinnir flestum sviðum fyrirtækjalögfræði.

Áslaug Björgvinsdóttir hefur starfað hjá LOGOS frá árinu 2007. Sérsvið hennar eru upplýsingatækniréttur, þ.á m. persónuvernd og rafræn viðskipti, sem og hugverkaréttur. Áslaug hefur víðtæka reynslu af því að sinna almennri ráðgjöf við innlenda og erlenda viðskiptavini, af samningagerð og úrlausn deilumála. Áslaug útskrifaðist með M.L. í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007, öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2008 og lauk framhaldsnámi í evrópskum hugverkarétti frá Stokkhólmsháskóla árið 2012. Þá hefur Áslaug hlotið CIPP vottun sem persónuverndarsérfræðingur.

Claire Broomhead hefur starfað hjá LOGOS frá árinu 2011. Hún hefur sérhæft sig m.a. í breskum og alþjóðlegum yfirtökum og samrunum, samstarfssamningum og verkefnum tengdum fjárhagslegri endurskipulagningu. Hún hefur yfir 16 ára reynslu sem lögfræðingur og hefur stýrt og unnið að mörgum af stærstu málum LOGOS undanfarin ár. Claire er staðsett í London en vinnur náið með skrifstofu LOGOS í Reykjavík. Áður en hún gekk til liðs við LOGOS vann hún hjá King & Wood Mallesons í Sydney í Ástralíu og þar áður hjá Eversheds í Englandi.

Anna Huxster hefur starfað hjá LOGOS frá árinu 2011. Sérsvið hennar eru úrlausn ágreiningsmála, bæði fyrir dómstólum og gerðardómi. Áður en Anna gekk til liðs við LOGOS  vann hún hjá lögmannsstofunni Lawrence Graham í London. Anna hefur unnið að mörgum stórum deilumálum fyrir íslenska og erlenda viðskiptavini sem rekin hafa verið erlendis á undanförunum árum.

„Það er afar ánægjulegt að fá Áslaugu, Önnu og Claire í eigendahóp LOGOS. Hver og ein þeirra hefur sérhæft sig á sviði eða sviðum sem eru mikilvæg fyrir viðskiptavini okkar, bæði innlenda og erlenda. Persónuvernd er vaxandi svið en umtalsverðar breytingar eru fyrirsjáanlegar á því sviði á næstu misserum. Mun Áslaug leiða ráðgjöf við viðskiptavini okkar á því sviði, auk þess að sinna ráðgjöf í hugverkarétti. Anna Huxster hefur aðstoðað og mun áfram veita þjónustu til viðskiptavina við úrlausn alþjóðlegra deilumála en mikil þörf er á slíkri þjónustu vegna umsvifa íslenskra fyrirtækja og einstaklinga erlendis. Þá hefur Claire Broomhead leitt fjölmörg verkefni tengd kaupum og sölu á fyrirtækjum milli landa fyrir hönd bæði íslenskra og erlendra viðskiptavina LOGOS. Við fögnum því að geta veitt viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu,“ segir Helga Melkorka Óttarsdóttir hrl., framkvæmdastjóri LOGOS.

 LOGOS, sem er með skrifstofur bæði í Reykjavík og London, leggur áherslu á virðisaukandi lausnir fyrir viðskiptavini stofunnar. Veitt er alhliða ráðgjöf til fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Verkefnin eru mjög fjölbreytt, málaflokkarnir  margir og hagsmunir alla jafna umtalsverðir, en megináherslan er á að veita alhliða þjónustu við viðskiptalífið

Breytt persónuverndar
löggjöf

Í september sl. stóðu LOGOS og Microsoft á Íslandi fyrir fundi fyrir viðskiptavini fyrirtækjanna um nýtt regluverk Evrópusambandsins um persónuvernd, sem ætla má að verði innleitt í íslenska löggjöf árið 2018. Hjördís Halldórsdóttir hrl., Áslaug Björgvinsdóttir hdl. og Ole Kjeldsen, tækni- og öryggisstjóri Microsoft í Danmörku héldu framsögur á fundinum.

Samantekt frá fundinum og viðtöl má sjá í eftirfarandi myndbandi: Umbylting í persónuverndarlöggjöf

The Legal 500 UK 2016

Okkur er ánægja að tilkynna það að The Legal 500 UK hefur gefið LOGOS topp einkunn í flokknum "Foreign Firms - European firms in London - Scandinavia".

Guðmundur J. Oddsson og Gunnar Þór Þórarinsson voru útnefndir "leading lawyers" í sama flokki.

Grein Helgu Melkorku Óttarsdóttur og Gunnars Sturlusonar

Thomson Reuters birti nýlega grein eftir Helgu Melkorku Óttarsdóttur og Gunnar Sturluson á vef sínum Practical Law. Greinin Private antitrust litigation in Iceland: overview er kafli um Ísland í ritinu Private Antitrust Litigation Global Guide 2016/17

Private antitrust litigation in Iceland: overview