Framúrskarandi fyrirtæki ársins

Creditinfo hefur valið LOGOS sem eitt af framsúrskarandi fyrirtækjum ársins 2016. Til að hljóta viðurkenninguna þarf að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi rekstarhagnað, eiginfjárhlutfall og fleira.

LOGOS er á meðal 1,7% skráðra fyrirtækja á Íslandi sem fengu slíka viðurkenningu. LOGOS er í 45. sæti af 624 fyrirtækjum og í 8. sæti nýliða á listanum.

Umfjöllun Viðskiptablaðsins


Nýir eigendur hjá LOGOS

Áslaug Björgvinsdóttir hdl., hefur gengið í eigendahóp LOGOS. Þá eru nýir eigendur á skrifstofu LOGOS í London ensku lögmennirnir Anna Huxster og Claire Broomhead. LOGOS er stærsta lögmannsstofan hér á landi og sérhæfir sig í þjónustu við íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf. Frá árinu 2005 hefur LOGOS rekið skrifstofu í London sem sinnir flestum sviðum fyrirtækjalögfræði.

Áslaug Björgvinsdóttir hefur starfað hjá LOGOS frá árinu 2007. Sérsvið hennar eru upplýsingatækniréttur, þ.á m. persónuvernd og rafræn viðskipti, sem og hugverkaréttur. Áslaug hefur víðtæka reynslu af því að sinna almennri ráðgjöf við innlenda og erlenda viðskiptavini, af samningagerð og úrlausn deilumála. Áslaug útskrifaðist með M.L. í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007, öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2008 og lauk framhaldsnámi í evrópskum hugverkarétti frá Stokkhólmsháskóla árið 2012. Þá hefur Áslaug hlotið CIPP vottun sem persónuverndarsérfræðingur.

Claire Broomhead hefur starfað hjá LOGOS frá árinu 2011. Hún hefur sérhæft sig m.a. í breskum og alþjóðlegum yfirtökum og samrunum, samstarfssamningum og verkefnum tengdum fjárhagslegri endurskipulagningu. Hún hefur yfir 16 ára reynslu sem lögfræðingur og hefur stýrt og unnið að mörgum af stærstu málum LOGOS undanfarin ár. Claire er staðsett í London en vinnur náið með skrifstofu LOGOS í Reykjavík. Áður en hún gekk til liðs við LOGOS vann hún hjá King & Wood Mallesons í Sydney í Ástralíu og þar áður hjá Eversheds í Englandi.

Anna Huxster hefur starfað hjá LOGOS frá árinu 2011. Sérsvið hennar eru úrlausn ágreiningsmála, bæði fyrir dómstólum og gerðardómi. Áður en Anna gekk til liðs við LOGOS  vann hún hjá lögmannsstofunni Lawrence Graham í London. Anna hefur unnið að mörgum stórum deilumálum fyrir íslenska og erlenda viðskiptavini sem rekin hafa verið erlendis á undanförunum árum.

„Það er afar ánægjulegt að fá Áslaugu, Önnu og Claire í eigendahóp LOGOS. Hver og ein þeirra hefur sérhæft sig á sviði eða sviðum sem eru mikilvæg fyrir viðskiptavini okkar, bæði innlenda og erlenda. Persónuvernd er vaxandi svið en umtalsverðar breytingar eru fyrirsjáanlegar á því sviði á næstu misserum. Mun Áslaug leiða ráðgjöf við viðskiptavini okkar á því sviði, auk þess að sinna ráðgjöf í hugverkarétti. Anna Huxster hefur aðstoðað og mun áfram veita þjónustu til viðskiptavina við úrlausn alþjóðlegra deilumála en mikil þörf er á slíkri þjónustu vegna umsvifa íslenskra fyrirtækja og einstaklinga erlendis. Þá hefur Claire Broomhead leitt fjölmörg verkefni tengd kaupum og sölu á fyrirtækjum milli landa fyrir hönd bæði íslenskra og erlendra viðskiptavina LOGOS. Við fögnum því að geta veitt viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu,“ segir Helga Melkorka Óttarsdóttir hrl., framkvæmdastjóri LOGOS.

 LOGOS, sem er með skrifstofur bæði í Reykjavík og London, leggur áherslu á virðisaukandi lausnir fyrir viðskiptavini stofunnar. Veitt er alhliða ráðgjöf til fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Verkefnin eru mjög fjölbreytt, málaflokkarnir  margir og hagsmunir alla jafna umtalsverðir, en megináherslan er á að veita alhliða þjónustu við viðskiptalífið


Breytt persónuverndarlöggjöf

Í september sl. stóðu LOGOS og Microsoft á Íslandi fyrir fundi fyrir viðskiptavini fyrirtækjanna um nýtt regluverk Evrópusambandsins um persónuvernd, sem ætla má að verði innleitt í íslenska löggjöf árið 2018. Hjördís Halldórsdóttir hrl., Áslaug Björgvinsdóttir hdl. og Ole Kjeldsen, tækni- og öryggisstjóri Microsoft í Danmörku héldu framsögur á fundinum.

Samantekt frá fundinum og viðtöl má sjá í eftirfarandi myndbandi: Umbylting í persónuverndarlöggjöf


The Legal 500 UK 2016

Okkur er ánægja að tilkynna það að The Legal 500 UK hefur gefið LOGOS topp einkunn í flokknum "Foreign Firms - European firms in London - Scandinavia".

Guðmundur J. Oddsson og Gunnar Þór Þórarinsson voru útnefndir "leading lawyers" í sama flokki.


Grein Helgu Melkorku Óttarsdóttur og Gunnars Sturlusonar

Thomson Reuters birti nýlega grein eftir Helgu Melkorku Óttarsdóttur og Gunnar Sturluson á vef sínum Practical Law. Greinin Private antitrust litigation in Iceland: overview er kafli um Ísland í ritinu Private Antitrust Litigation Global Guide 2016/17

Private antitrust litigation in Iceland: overview

No Item Found