
Aðstoðarmaður lögmanna í London
LOGOS óskar eftir að ráða aðstoðarmann á skrifstofu fyrirtækisins í London. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku, vera ábyrgur, skipulagður og agaður í vinnubrögðum, traustur, samviskusamur og með góða samskiptafærni. Starfið er fjölbreytt og felur m.a. í sér almenn skrifstofustörf, aðstoð við lögmenn (s.s. skjalavinnsla, gerð málsgagna og yfirlestur) og aðstoð við markaðsmál og skipulagningu viðburða.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Stúdents- eða háskólapróf
- Góð tölvukunnátta
- Mjög góð ensku- og íslenskukunnátta
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og undir álagi
- Reynsla af markaðsmálum og skipulagninu viðburða er kostur
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu okkar: www.logoslegalservices.com
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Guðmund J. Oddsson, gudmundur.oddsson@logoslegalservices.com