Dómur í máli Ragnars Þórissonar

Dómur í máli Ragnars Þórissonar

Þann 12. febrúar sl. féll dómur í Strassborg þar sem Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði gerst brotlegt í máli Ragnars Þórissonar. Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður og einn eigenda LOGOS, fór með málið fyrir Mannréttindadómstólnum.

Málið varðaði svokallaða tvöfalda refsingu í skattamáli en hérlendir dómstólar höfðu komist að þeirri niðurstöðu að umbjóðanda LOGOS bæri að bæði að greiða 25% álag við endurálagningu skatts og einnig sæta refsingu með sekt og skilorðsbundnum fangelsisdómi.

Mannréttindadómstóllinn taldi íslenska ríkið brotlegt fyrir að dæma Ragnar tvívegis til refsingar fyrir sama brot sem er andstætt 4. gr. 7. gr. viðauka Mannréttindasáttamála Evrópu. Þá voru umbjóðanda LOGOS dæmdar bætur úr hendi íslenska ríkisins.

Dómur Mannréttindadómstólsins 

Umfjöllun Vísis um málið