
Græna þruman – risabreytingar á fjármálamarkaði
Á föstudaginn sl. var haldinn rafrænn viðburður á vegum Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða og Samtök fjármálafyrirtækja. Yfirskrift fundarins var Græna þruman – risabreytingar á fjármálamarkaði en þar var fjallað um innleiðingu flokkunarreglugerðar Evrópusambandsins (EU Taxonomy) sem verður innleidd hérlendis á næstu misserum.
Meðal fyrirlesara var Helga Melkorka Óttarsdóttir, meðeigandi á LOGOS, og útskýrði hún hvað flokkunarreglugerðin felur í sér, hvenær hún tekur gildi og hvað fyrirtæki á fjármálamarkaði þurfa að gera til að bregðast rétt við.
Upptöku af viðburðinum má nálgast hér.
Áhugavert lesefni um málefnið:
Algengum spurningum svarað (EU Commission)
Loksins skýrar leikreglur: Ný sjálfbærniviðmið Evrópusambandsins