Grein eftir Kristján Jónsson

Grein eftir Kristján Jónsson

Viðskiptablaðið birti (10. janúar) grein eftir Kristján Jónsson lögfræðing hjá LOGOS.

Í greininni sem ber heitið „Ísland á alþjóðamörkuðum og EES“ fjallar Kristján um beitingu viðskiptavarnaráðstafana í alþjóðaviðskiptum, sérstaklega í tengslum við málefni líðandi stundar. Litið er til laga og reglna Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um viðskiptavarnaráðstafanir (e. trade defence instruments) en einnig tekið tillit til EES-samningsins og annarra fríverslunarsamninga sem Ísland er aðili að. Þá er hliðsjón höfð af atriðum sem snúa sérstaklega að viðskiptahagsmunum Íslands.

Lögð er áhersla á sérstakt eðli EES-samningsins og hið sterka viðskiptasamband sem liggur honum til grundvallar. Staðreyndin að Ísland er að meginstefnu undanskilið beitingu viðskiptavarnaráðstafana samkvæmt ákvæðum EES-samningsins ber því vitni í samhengi hefðbundinna fríverslunarsamninga í alþjóðlegum viðskiptarétti.

 

Grein Kristjáns má lesa í heild sinni hér: Ísland á alþjóðamörkuðum og EES