
Hefur þú metnað til að vinna á stærstu lögmannsstofu landsins?
Erum að leita að öflugum lögfræðingum/lögmönnum til starfa á skrifstofu LOGOS í Reykjavík. Um fullt starf er að ræða og eru verkefnin fjölbreytt.
Meistarapróf í lögfræði sem og mjög góð íslensku- og enskukunnátta er áskilin. Leitað er að einstaklingum sem sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, eru nákvæmir, einbeittir, metnaðarfullir og sýna vilja og getu til að takast á við krefjandi verkefni.
Áhugasamir eru beðnir um að senda inn ferilskrá ásamt kynningarbréfi og námsferilsyfirliti á netfangið umsoknir@logos.is fyrir 15. maí nk.