Kvika banki hf. sýknaður af kröfum ET sjón ehf.

Kvika banki hf. sýknaður af kröfum ET sjón ehf.

Kvika banki hf. var sýknaður af kröfum ET sjón ehf. í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 24. janúar 2017. Í málinu hafði verið gerð krafa um ríflega 301 milljón krónur vegna tjóns sem ET sjón ehf. taldi sig hafa orðið fyrir vegna ófullnægjandi ráðgjafar af hálfu forvera Kviku banka hf.

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á málatilbúnað ET sjónar ehf. og sýknaði Kviku banka hf.

Óttar Pálsson, lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu, gætti hagsmuna Kviku banka hf. fyrir héraðsdómi.