
Lögfræðileg ráðgjöf vegna sölu á CCP
LOGOS ráðlagði hluthöfum í CCP hf., stærsta framleiðanda tölvuleikja á Íslandi, við sölu á öllum hlutabréfum félagsins til Suður kóreska leikjaframleiðandans Pearl Abyss, sem fór fram í gegnum skipulagt söluferli þar sem margir alþjóðlegir aðilar sýndu áhuga á að kaupa félagið.
Þetta er stærsta sala á íslensku fyrirtæki á sviði tækni/hugvits frá upphafi.