
LOGOS á UTmessunni 2020
UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og fer fram dagana 7. og 8. febrúar í Hörpu. LOGOS er stoltur styrktaraðili UTmessunnar og er með sýningarbás á silfursvæðinu á 1. hæð.
Upplýsingatækni, hugverkaréttur, fjarskipti og persónuvernd eru á meðal sterkustu starfssviða LOGOS, auk þess að vera þau svið lögfræðinnar sem hafa verið í hvað mestum vexti undanfarið. Sérfræðingar stofunnar hafa mikla reynslu og menntun á þessum sviðum, sem nýtist viðskiptavinum með ólíkar þarfir og úr ólíkum atvinnugeirum. Samkvæmt álitsgjöfum matsfyrirtækisins Legal500 er LOGOS í forystu á þessum sviðum og með framúrskarandi orðspor.
Með þátttöku á UTmessunni vonumst við til að fá tækifæri til að kynna þá yfirgripsmiklu þjónustu sem LOGOS býður upp á.
Helstu sérfræðingar LOGOS á sviði upplýsingatækni, hugverkaréttar og persónuverndar veita nánari upplýsingar:
Árni Vilhjálmsson
Áslaug Björgvinsdóttir
Hjördís Halldórsdóttir
Ragnar Tómas Árnason