
LOGOS á UTmessunni 2022
UTmessan, einn stærsti viðburður ársins í tölvu- og tæknigeiranum, fer fram 25. maí nk. á Grand hóteli.
LOGOS verður með fyrirlestur á ráðstefnunni þar sem Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og meðeigandi á LOGOS, fer yfir varðveislutíma persónuupplýsinga í ljósi persónuverndarlaga og hversu langt þarf að ganga í að eyða þeim.
Upplýsingatækni, hugverkaréttur, fjarskipti og persónuvernd eru á meðal sterkustu starfssviða LOGOS, auk þess að vera þau svið lögfræðinnar sem hafa verið í hvað mestum vexti undanfarið. Sérfræðingar stofunnar hafa mikla reynslu og menntun á þessum sviðum, sem nýtist viðskiptavinum með ólíkar þarfir og úr ólíkum atvinnugeirum. Samkvæmt álitsgjöfum matsfyrirtækjanna Legal500 og Chambers and Europe er LOGOS í forystu á þessum sviðum og með framúrskarandi orðspor.
Helstu sérfræðingar LOGOS á sviði upplýsingatækniréttar og persónuverndar veita nánari upplýsingar:
Áslaug Björgvinsdóttir
Hjördís Halldórsdóttir
Hér má sjá ráðstefnudagsskrá UTmessunnar ásamt skráningarhlekk
