
LOGOS er framúrskarandi fyrirtæki og til fyrirmyndar í rekstri
LOGOS er í úrvalshópi þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum árið 2020. Er þetta fimmta árið í röð sem LOGOS fær viðurkenningu fyrir árangur í rekstri íslenskra fyrirtækja. Viðurkenningin um Framúrskarandi fyrirtæki er fyrst og fremst viðurkenning á því að fyrirtæki byggi rekstur sinn á sterkum stoðum til langs tíma og efli hag fjárfesta og hluthafa.
LOGOS er einnig í hópi 2,8% fyrirtækja landsins sem uppfylla ströng skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar og er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020.
Við erum stolt af viðurkenningunum og þökkum öflugri liðsheild hjá LOGOS þennan árangur.
