LOGOS framúrskarandi fyrirtæki

LOGOS framúrskarandi fyrirtæki

LOGOS er á lista Cred­it­in­fo yfir framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki fyr­ir rekstr­ar­árið 2017 sem kynnt­ur var í Hörpu 14. nóvember sl. Á list­an­um eru 857 fyr­ir­tæki, 2% allra skráðra fyr­ir­tækja á Íslandi. Morgunblaðið birti viðtal við Helgu Melkorku Óttarsdóttur framkvæmdastjóra LOGOS af því tilefni.

Við hér hjá LOGOS erum stolt af viðurkenningunni og þökkum frábærri liðsheild þennan árangur.

Viðtalið við Helgu Melkorku má lesa hér fyrir neðan.

Stærðin býður upp á meiri sér­hæf­ingu

Sum­ir óttuðust að með auknu fram­boði á laga­námi við ís­lenska há­skóla yrði of­fram­boð á lög­fræðing­um svo að stétt­in myndi missa spón úr aski sín­um. „Það er al­veg rétt að það út­skrif­ast þó nokkuð marg­ir lög­fræðing­ar ár­lega þegar fagið er kennt við fjóra há­skóla hér á landi en á móti kem­ur að markaður­inn virðist hafa kallað eft­ir fleiri lög­fræðing­um enda þró­un­in í þá átt að reglu­verkið verði flókn­ara og meira eft­ir­lit á mörg­um sviðum,“ seg­ir Helga Mel­korka Ótt­ars­dótt­ir.

„Þar með er ekki sagt að sam­keppn­in hafi ekki auk­ist um leið, en þar njót­um við á LOGOS góðs af stærðinni og hafa lög­fræðing­ar okk­ar tæk­færi til að sér­hæfa sig á til­tekn­um sviðum sem leiðir til breiðari og dýpri þekk­ing­ar á ákveðnum sér­sviðum. Í þessu felst sérstaða okk­ar að miklu leyti en stærðin ger­ir okk­ur einnig fært að tak­ast á við stór og flók­in verk­efni með skömm­um fyr­ir­vara. Þá höf­um við greiðan aðgang að ensk­um lög­mönn­um í dótt­ur­fé­lagi okk­ar í London þegar verk­efni varða ensk lög eða kalla á sérþekk­ingu þeirra sem starfa í London.“

Val­inn maður í hverju rúmi

Helga er fram­kvæmda­stjóri LOGOS, lögmaður og í eig­enda­hópi stof­unn­ar. Hún seg­ir ræt­ur LOGOS ná allt aft­ur til upp­hafs síðustu ald­ar. „Nafnið LOGOS varð til árið 2000 við sam­ein­ingu tveggja mál­flutn­ings­stofa en hægt er að rekja upp­haf stof­unn­ar til árs­ins 1907 þegar Sveinn Björns­son, sem síðar varð fyrsti for­seti Íslands, stofnaði eig­in lög­manns­stofu.“

LOGOS komst fyrst á lista Cred­it­in­fo árið 2016 en Helga bend­ir á að stof­an hafi upp­fyllt öll rekstr­ar­skil­yrði leng­ur en það, og ekki kom­ist í hóp Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækja fyrr en byrjað var að taka inn fleiri fé­laga­form. „Það þarf að vinna hörðum hönd­um fyr­ir viður­kenn­ingu sem þess­ari. Gengið hef­ur mjög vel frá stofn­un stof­unn­ar og skýrist það ekki síst af því að val­inn maður er í hverju rúmi; hér starfar öfl­ug­ur hóp­ur ein­stak­linga sem leggja sig alla fram – seint og snemma – við að sinna fyr­ir viðskipta­vini öll­um þeim verk­efn­um sem upp koma.“

Þá hafa ýms­ir at­b­urðir í sam­fé­lag­inu orðið til þess að starfs­fólk LOGOS hef­ur haft í nógu að snú­ast og jafnt í upp­sveiflu sem niður­sveiflu er þörf fyr­ir flinka lög­fræðinga. „Fram að hruni var mikið um kaup og söl­ur og stór verk­efni þeim tengd. Eft­ir 2008 fór tölu­verð vinna í úr­lausn ágrein­ings­efna og end­ur­skipu­lagn­ingu í kjöl­far gjaldþrota bank­anna og stórra fyr­ir­tækja. Einnig þurfti að aðstoða í mál­um tengd­um gjald­eyr­is­höft­un­um, og núna allra síðustu árin erum við far­in að sjá aft­ur meiri þörf fyr­ir aðstoð við samn­inga­gerð, kaup og söl­ur fyr­ir­tækja, fjár­mögn­un og þess kon­ar verk­efni.“

Tækn­in breyt­ir starf­inu

Hjá LOGOS starfa hátt í 75 manns, þar af um 50 lög­fræðing­ar á Íslandi og 10 til viðbót­ar hjá dótt­ur­fé­lagi LOGOS í London. LOGOS opnaði þar skrif­stofu í árs­lok 2005 og er eina ís­lenska lög­manns­stof­an sem er með starf­semi í tveim­ur lönd­um. Helga seg­ir það hjálpa stof­unni enn frek­ar að hafa þessa alþjóðlegu teng­ingu en markaður­inn get­ur breyst hratt, svo að nauðsyn­legt er fyr­ir all­ar lög­manns­stof­ur að vera á tán­um og leita í sí­fellu leiða til að bæta þjón­ust­una við skjól­stæðinga:

„Við verðum að vera vak­andi fyr­ir nýj­um leiðum og lausn­um. Í því felst m.a. að fylgj­ast vel með nýrri tækni sem verður æ veiga­meiri í viðfangs­efn­um og störf­um lög­fræðinga.“

Sem dæmi um áhrif tækn­inn­ar á lög­fræðiheim­inn má nefna að í dag get­ur full­kom­inn hug­búnaður leyst af hendi sum þau störf sem lög­fræðing­ar sinntu áður. Láta sum­ir sig dreyma um að einn góðan veður­dag geti jafn­vel snjallsím­inn komið í stað lög­fræðings.

Helga hef­ur þó ekki áhyggj­ur af að tölv­ur muni leysa lög­fræðistétt­ina af og meiri lík­ur séu á að tækn­in muni vinna með og efla lög­fræðinga í störf­um sín­um: „Ævin­týra­legt er að skoða töl­ur yfir hve marg­ir eru að þróa alls kyns hug­búnað fyr­ir lög­fræðinga og hafa sum­ar lausn­irn­ar náð hærra flugi en aðrar,“ seg­ir Helga en bend­ir á að tækn­in nýt­ist enn meira þegar unnið er á ensku og með lög­gjöf ensku­mæl­andi landa.

„Við erum far­in að nýta okk­ur þetta í ein­hverj­um mæli, og get­um t.d. nýtt öfl­uga skjala­gagna­grunna til að ein­falda vinn­una. Verður spenn­andi að sjá hversu langt verður hægt að ganga og margt í sjón­máli sem ætti líka að geta nýst á litl­um og sér­hæfðum markaði eins og þeim ís­lenska.“

Sveinn Björnsson