LOGOS í fremstu röð hjá IFLR1000

LOGOS í fremstu röð hjá IFLR1000

IFRL1000, sem framkvæmir mat á lögfræðistofum árlega, hefur í flokki fyrirtækja- og fjárhagsráðgjafar (Financial and Corporate) metið þjónustu LOGOS sem framúrskarandi. LOGOS er því í fremstu röð lögmannsstofa (Top Tier firm) á Íslandi samkvæmt þeirra mati. Viðurkenningin endurspeglar álit viðskiptavina og keppinauta LOGOS, en IFLR1000 byggir umsögn sína á víðtæku viðtalsferli.

Alls komast 11 eigendur LOGOS á lista yfir lögmenn sem þykja veita framúrskarandi ráðgjöf á þessu sviði.

Þar af fá sex lögmenn LOGOS titilinn „Leading lawyers-Highly regarded“ það eru þau Guðmundur J Oddsson, Gunnar Sturluson, Heiðar Ásberg Atlason, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Óttar Pálsson og Þórólfur Jónsson.

Guðbjörg Helga Hjartardóttir fær  titilinn „Leading lawyer-Rising star“ og þau Einar Baldvin Axelsson, Hjördís Halldórsdóttir, Jón Elvar Guðmundsson og Ólafur Eiríksson fá nafnbótina „Notable parctitioner“ hjá IFLR1000.

 

Dæmi um umsagnir úr viðtölum IFLR1000 við viðskiptavini LOGOS

"Logos have been exceptional in providing in-depth service and having access within the firm to lawyers with variable backgrounds, international experience and specification to assist on all matters we have experienced."

"We have good access to their lawyers and they have adapted very well to our work ethic and understand our company and what we are trying to accomplish. Worth every penny."

"They work very well with us. They have a really good understanding of our needs and are able to call upon experts in all areas, so we have been really happy with their services."

 

Nánar á síðu IFLR1000