Námskeið fyrir persónuverndarfulltrúa

Námskeið fyrir persónuverndarfulltrúa

Þann 1. nóvember verður haldið námskeið hjá LOGOS lögmannsþjónustu fyrir persónuverndarfulltrúa og aðra þá sem hafa yfirumsjón með vinnslu persónuupplýsinga í sínu starfi.

Kennarar á námskeiðinu verða Áslaug Björgvinsdóttir og Hjördís Halldórsdóttir lögmenn, sem hafa víðtæka sérþekkingu á sviði persónuverndar auk þess að sinna hlutverki persónuverndarfulltrúa fyrir umbjóðendur.

Lögð verður áhersla á að hafa námskeiðið hagnýtt og farið verður yfir þau atriði sem reynt getur á í störfum persónuverndarfulltrúa og annarra sem bera ábyrgð á þessum málaflokki.

Meðal annarra atriða verður farið yfir eftirfarandi:

  • aðgangs- og eyðingabeiðnir
  • mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP)
  • viðbrögð við öryggisbrestum
  • gerð vinnslusamninga
  • hversu langt er hægt að ganga í ráðgjöf
  • skýrslugjöf til stjórnar
     

Hvar og hvenær

LOGOS, Efstaleiti 5, 103 Reykjavík

Fimmtudaginn 1. nóvember frá kl. 9-12

Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar í hléi

Verð: 30.000 kr.  

​​Skráning fer fram hér

9. október 2018