Námskeið um persónuvernd

Námskeið um persónuvernd

Þann 26. febrúar nk. munu Áslaug Björgvinsdóttir og Hjördís Halldórsdóttir, eigendur hjá LOGOS, vera með námskeið hjá Opna háskólanum á sviði persónuverndar. Á námskeiðinu verður farið með hagnýtum hætti yfir helstu áskoranir sem mætt hafa fyrirtækjum og stofnunum við innleiðingu á nýjum persónuverndarlögum á sl. tveimur árum. Þannig verður farið sérstaklega yfir aðgangsbeiðnir einstaklinga, öryggisbresti, varðveislutíma persónuupplýsinga, rafræna vöktun o.fl. Þá verður farið yfir framkvæmd persónuverndaryfirvalda frá því að ný lög tóku gildi, bæði sektarákvarðanir sem fallið hafa í Evrópu og framkvæmd Persónuverndar hér heima.

Námskeiðið er ætlað stjórnendum, persónuverndarfulltrúum, verkefnastjórum og öðrum sem hafa aðkomu að vinnslu fyrirtækja og stofnana á persónuupplýsingum.

Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið má finna hér: Persónuvernd - Opni háskólinn