Ný lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða

Ný lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða

Í gær sendi LOGOS út fréttabréf á þá sem skráðir eru á póstlista um fjármálaþjónustu og regluverk. Fréttabréfið má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. 

Bendum einnig áhugasömum á möguleikann á að skrá sig á póstlistann.

Ný lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða

Þann 11. maí síðastliðinn samþykkti Alþingi ný lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Lögunum er einkum ætlað að innleiða inn í íslenskan rétt ákvæði hinnar svokölluðu AIFMD-tilskipunar Evrópusambandsins (tilskipun nr. 2011/61/ESB). Lögin eru enn óbirt í Stjórnartíðindum en munu hafa fullt gildi degi eftir birtingu þeirra.

Með innleiðingu tilskipunarinnar hefur íslensk löggjöf um sjóði loksins verið samræmd regluverki fyrir starfsemi rekstraraðila sérhæfðra sjóða á innri markaði EES. Ljóst er að lagaumhverfi sjóða hér á landi mun breytast töluvert með setningu laganna. Sem dæmi um þau nýmæli sem lögin kveða á um má nefna að einungis þeir sjóðir sem fara yfir tiltekin fjárhæðarviðmið þurfa að sækja um rekstrarleyfi hjá Fjármálaeftirlitinu meðan minni sjóðir verða háðir skráningarskyldu.

Í niðurlagi laganna er ákvæði til bráðabirgða sem kveður á um að rekstraraðilum sem þegar reka sérhæfða sjóði sem lögin taka til skuli vera heimilt að starfa áfram óháð hinum nýju lögum til 1. janúar 2021. Þeim er hins vegar skylt að grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að uppfylla skilyrði hinnar nýju löggjafar og sækja um starfsleyfi sem rekstraraðilar sérhæfðra sjóða hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands fyrir þann 1. nóvember 2020.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum, vinsamlegast hafið samband við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson Þórólf Jónsson eða Frey Snæbjörnsson

Ólafur Arinbjörn Sigurðsson

Ólafur Arinbjörn Sigurðsson

Þórólfur Jónsson

Freyr Snæbjörnsson

Freyr Snæbjörnsson