Nýgerður samningur Arion banka og RB

Nýgerður samningur Arion banka og RB

LOGOS óskar RB og Arion banka til hamingju með nýgerðan samning félaganna um innleiðingu á nýjum grunnkerfum bankans.  Eins og fram kemur í fréttatilkynningu félaganna er um að ræða kerfi frá Sopra Banking Software og lausnir frá RB sem reknar eru sameiginlega fyrir íslenska bankakerfið.

Um er að ræða  verkefni þar sem 40 ára gömlum sérhönnuðum innlána- og greiðslukerfum RB verður skipt út fyrir staðlaða alþjóðlega hugbúnaðarlausn. Markmið endurnýjunarinnar er að auka hagræði og draga úr kostnaði við rekstur upplýsingakerfa bankans og styðja við frekari vöruþróun. Kerfin munu taka mið af breytingum á evrópsku regluverki og þannig einfalda bankanum að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru. Þá kemur fram í tilkynningu að verkefnið sé afar umfangsmikið og á annað hundrað starfsmenn að því frá Arion banka, RB og Sopra komi að því.

LOGOS gætti hagsmuna Arion banka við samningsgerðina, og fór Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður og einn eigenda LOGOS, fyrir ráðgjöfinni af hálfu LOGOS.