Nýir fulltrúar hjá LOGOS

Nýir fulltrúar hjá LOGOS

LOGOS hefur bætt við sig fjórum löglærðum fulltrúum sem ráðnir eru til að sinna lögfræðilegum verkefnum hjá stofunni.  

Þetta eru þau Erna Leifsdóttir, Hrafnkell Ásgeirsson, Kristín Edda Frímannsdóttir og Tómas Aron Viggósson sem öll útskrifast með meistarapróf í lögfræði nú í júní. Erna og Tómas Aron frá Háskólanum í Reykjavík og Hrafnkell og Kristín Edda frá Háskóla Íslands.