Nýr eigandi hjá LOGOS

Nýr eigandi hjá LOGOS

Halldór Brynjar Halldórsson hefur gengið til liðs við eigendahóp LOGOS. Hann hefur starfað á stofunni frá árinu 2007 en útskrifaðist með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009. 

Halldór Brynjar lauk framhaldsnámi í evrópskum samkeppnisrétti frá Kings College í London árið 2017.

Helstu starfssvið Halldórs Brynjars eru samkeppnisréttur, stjórnsýsluréttur, Evrópuréttur, kröfuréttur, málflutningur fyrir dómstólum og gjaldþrotaréttur.

Unnusta Halldórs er Margrét Anna Einarsdóttir lögmaður og framkvæmdastjóri.

Sveinn Björnsson

Halldór Brynjar Halldórsson