Sigur í Hæstarétti

Sigur í Hæstarétti

LOGOS óskar Símanum hf. til hamingju með sigur í hæstréttarmálinu nr. 329/2017, Sýn hf. gegn Símanum hf., en dómur í málinu var kveðinn upp þann 18. október s.l. Dómur Hæstaréttar leiddi til lykta deilu aðildar sem upphófst árið 2015, þegar Síminn hf. breytti Sjónvarpi Símans (áður SkjárEinn) í opna sjónvarpsstöð en gerði tímaflakk hluta af áskriftarþjónustunnni Sjónvarpi Símans Premium. Sýn hf. neitaði því að hætta að hafa tímaflakk virkt í sinni dreifingu á sjónvarpsstöðinni, og fór Síminn hf. því fram á lögbann við þeirri upptöku og ólínulegri miðlun sjónvarpsefnis sem í háttsemi Sýnar hf. fólst. Taldi Síminn hf. að með háttseminni bryti Sýn hf. bæði gegn höfundalögum og þágildandi dreifingarsamningi aðila en Sýn hf. taldi aftur á móti að þágildandi dreifingarsamningur aðila leyfði slíka dreifingu og jafnframt að Símanum hf. væri óheimilt að banna Sýn hf. slíka dreifingu, vegna ákvæða samkeppnislaga og fjölmiðlalaga. 

Í dómi sínum komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ekki yrði ráðið af samningi aðila að hann hefði falið í sér heimild til handa Sýn hf. til flutnings á ólínulegu sjónvarpsefni Símans hf. og hefði Sýn hf. þar af leiðandi brotið gegn lögvörðum rétti Símans hf. samkvæmt 60. gr. fjölmiðlalaga og 48. gr. höfundalaga. Staðfesti Hæstiréttur því bæði niðurstöðu héraðsdóms um staðfestingu hins álagða lögbanns og um viðurkenningu á því að Sýn hf. væri óheimilt að taka upp og miðla sjónvarpsefni umræddrar sjónvarpsstöðvar Símans hf. með ólínulegum hætti.

Hjördís Halldórsdóttir lögmaður hjá LOGOS flutti málið fyrir Símann hf.