Sýkna VÍS og Atafls staðfest í Hæstarétti

Sýkna VÍS og Atafls staðfest í Hæstarétti

Höfðað var mál gegn Vátryggingafélagi Íslands og Atafli hvar krafist var skaðabóta úr slysatryggingu ökumanns skv. 92. grein umferðarlaga vegna slyss sem varð við undirbúning að affermingu lyftara af palli vörubifreiðar. Talið var að óupplýst væri með hvaða hætti aðili hefði fengið áverka sem drógu hann til dauða og hvort eða hvernig þeir tengdust vörubifreiðinni eða notkun hennar. Var Vátryggingafélag Íslands og Atafl því sýknað í Hæstarétti. Ólafur Eiríksson, lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu, gætti hagsmuna Vátryggingafélags Íslands og Atafls í Hæstarétti.