
COVID-19: Lagalegir þættir
Frá því að COVID-19 faraldurinn braust út hafa sérfræðingar LOGOS stöðugt fylgst með ástandinu og erum við reiðubúin að veita lagalega aðstoð í málum sem tengjast faraldrinum. Við höfum tekið saman upplýsingar varðandi lagabreytingar vegna COVID-19, réttarstöðu í ýmsum málaflokkum og ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Samantekt sérfræðinga LOGOS
Lagabreytingar í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs
Efndir og mögulegar vanefndir samningsskuldbindinga á tímum COVID-19
Áhrif COVID-19 á upplýsingaskyldu skráðra félaga
Áhrif COVID-19 faraldursins í verktakarétti
Hefur COVID-19 áhrif á mat á samrunum?
Annar aðgerðarpakki stjórnvalda vegna efnahagslegra áhrifa COVID-19
Aðgerðarhópur LOGOS vegna COVID-19
Hjá LOGOS er að störfum starfshópur sem greinir lögfræðileg álitaefni tengd COVID-19 faraldrinum. Jafnframt starfa á stofunni sérfræðingar á öllum sviðum lögfræðinnar. Ef spurningar vakna um úrræði stjórnvalda vegna faraldursins eða um önnur lögfræðileg álitaefni má hafa samband við Einar Baldvin Axelsson, Helgu Melkorku Óttarsdóttur eða Jón Elvar Guðmundsson, meðeigendur á LOGOS.