Reykjavík

Árni Vilhjálmsson

Lögmaður, eigandi

Árni er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann hefur starfað við lögmennsku síðan árið 1983. Árni var einn af stofnendum LOGOS í ársbyrjun 2000, þar á undan var hann m.a. meðeigandi hjá A&P lögmönnum. Árni hefur mikla reynslu á fjölmörgum sviðum lögfræðinnar, ber þar að nefna hugverkarétt, Evrópurétt, samkeppnisrétt og málflutning. Árni var Ad hoc meðlimur í Eftirlitsstofnun EFTA árin 1998-2004 og sat í stjórnarnefnd European Patent Institute árin 2005-2009. Þá hefur hann sinnt kennslustörfum við lagadeild Háskólans í Reykjavík og hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Árni hefur átt sæti í Disciplinary Appeals Board hjá Evrópsku einkaleyfastofnuninni í Munchen frá árinu 2014. Hann var settur dómari í Landsrétti í tveimur málum árið 2019 og í einu máli í Hæstarétti árið 2020.


Starfsferill
 • LOGOS lögmannsþjónusta, 2000-
 • A&P lögmenn, 1995-1999
 • Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel, 1992-1995
 • Lögmenn Höfðabakka, 1983-1992
 • Viðskiptaráðuneytið, 1982
 • Sýslumaðurinn Norður-Múlasýslu, 1979-1981
Menntun
 • Evrópskur einkaleyfasérfræðingur 2005
 • Hæstaréttarlögmaður 1990
 • Héraðsdómslögmaður 1983
 • Osgoode Hall Law School, með áherslu á samningarétt 1982
 • Háskóli Íslands, cand.jur. 1979
Ritstörf
 • Meðhöfundur Ólafs Ara Jónssonar hdl. á íslenskum kafla í Merger Control Worldwide, Cambridge University Press 2005 
 • Gæsla hugverkaréttinda skv. íslenskum lögum og lagaframkvæmd, í Afmælisrit: Gizur Bergsteinsson níræður 18. apríl 1992. Reykjavík, 1992