London
Guðmundur J. Oddsson
Lögmaður, eigandi - Forstöðumaður London skrifstofu
Guðmundur er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi ásamt því að vera með lögmannsréttindi í Englandi og Wales („Solicitor“). Hann hefur starfað hjá LOGOS frá árinu 1999. Hann starfaði hjá Actavis Group hf. árin 2003-2005 og hefur verið meðeigandi á LOGOS síðan árið 2006. Guðmundur er búsettur í London og hefur verið forstöðumaður London skrifstofu LOGOS frá opnun hennar árið 2006. Guðmundur sérhæfir sig í viðskiptum milli landa, aðallega í tengslum við kaup og sölu fyrirtækja, fjármálagerningum ýmiss konar og deilumálum þar sem reynir á margar lögsögur. Auk þess eru hans sérsvið félagaréttur, fjárhagsleg endurskipulagning, fjármögnun fyrirtækja, fjármálaþjónusta og regluverk. Guðmundur hefur í gegnum tíðina setið í stjórnum ýmissa félaga, innlendra og erlendra.
- LOGOS lögmannsþjónusta, 2005-
- Actavis Group, 2004-2005
- LOGOS lögmannsþjónusta, 2000-2004
- A&P lögmenn, 1999
- Solicitor í Englandi og Wales 2011
- Löggiltur verðbréfamiðlari 2001
- Héraðsdómslögmaður 2000
- University of Oslo, Nordplus styrkþegi 1999
- Háskóli Íslands, cand.jur. 1999