Reykjavík
Marta Jónsdóttir
Lögmaður, fulltrúi
Marta er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hún útskrifaðist með MA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og varði hún einu ári í Japan í skiptinámi við Nagoya University. Hún hóf störf hjá LOGOS árið 2020 en áður hefur hún starfað á lögfræði- og framkvæmdasviði Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í Brussel, Belgíu. Þar áður starfaði hún hjá PricewaterhouseCoopers á Íslandi á sviði skatta- og lögfræðiráðgjafar. Helstu sérsvið hennar eru fjármögnun fyrirtækja og fjármagnsmarkaðir, fjármálafyrirtæki og regluverk þeirra, félagaréttur og Evrópuréttur. Marta sat í ritnefnd 72. árgangs Úlfljóts, tímarits laganema, árin 2018-2019.
Starfssvið
Starfsferill
- LOGOS lögmannsþjónusta, 2020-
- Eftirlitsstofnun EFTA, 2019-2020
- PricewaterhouseCoopers, 2016-2019
Menntun
- Héraðsdómslögmaður, 2022
- Háskóli Íslands, MA í lögfræði, 2019
- Nagoya University, Watanabe styrkþegi, 2017-2018
- Háskóli Íslands, BA í lögfræði, 2017
Ritstörf
- „Innleiðing CISG í íslenskan rétt: Er breytinga þörf?“, Úlfljótur, 73. árgangur (2020), 3. tölublað.