Hæstaréttardómar_hlið.jpg

FÉLAGARÉTTUR OG FYRIRTÆKJARÁÐGJÖF

Um árabil hefur LOGOS skipulega ráðið til sín fremstu sérfræðinga á hverju sviði og efnilegustu nýútskrifuðu lögfræðinga landsins, auk þess sem stofan leggur upp úr því að fjárfesta í símenntun starfsmanna sinna. 

Hjá LOGOS starfa sérfræðingar á öllum sviðum hefðbundins félagaréttar, sem og sérfræðingar á sviðum verðbréfaviðskipta, lánasamninga, bankalögfræði og kauphallarréttar. Helstu verkefni stofunnar á þessum sviðum eru að veita alhliða ráðgjöf við kaup og sölu fyrirtækja, stofnun, fjármögnun og samruna, bæði hérlendis og erlendis. Þá veitir LOGOS einnig ráðgjöf um hvaða félagaform hentar hverju verkefni fyrir sig.

Alþjóðlegu matsfyrirtækin Legal500, Chambers and Partners og IFLR1000 veita LOGOS fyrstu einkunn í flokkum félagaréttar, fjármálaþjónustu, gjaldþrotaréttar og endurskipulagningar.