Fjármálaþjónusta og regluverk.jpg

Fjármálaþjónusta og regluverk

Regluverk á sviði fjármálaþjónustu er umfangsmikið og margbrotiðRegluverk á sviðinu er í stöðugri framþróun og því fylgja ríkari kröfur til eftirlitsskyldra aðila, sem verða ávallt að vera í viðbragðsstöðu varðandi breytingar. 

Þá skapa tækninýjungar á sviði fjármálaþjónustu (FinTech) margvísleg álitefni að því er varðar framfylgni við regluverk og hvernig þær samrýmast þeim.  

Nákvæmni og þekking eru grundvallaratriði þegar kemur að framfylgni við reglur á sviði fjármálaþjónustu, sem almennt fela í sér innleiðingu á Evrópugerðum, svo sem MiFID II, MAR, EMIR, CRD IV, PSD2, IDD, UCITS, AIFMD og AMLD.  

Lögmenn LOGOS búa  sérþekkingu og reynslu af ráðgjöf á þessu sviði. Meðal verkefna þeirra má nefna: 

  • Alhliða ráðgjöf til fjármálafyrirtækja, greiðslustofnana, rekstrarfélaga sjóða, útgefenda skráðra fjármálagerninga og fagfjárfesta. 
  • Fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu, svo sem verðbréfasjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða. 
  • Tilkynningar um virka eignarhluti. 
  • Aðstoð við framfylgni nýrra reglna um peningaþvætti og skráningu raunverulegra eigenda. 
  • Ráðgjöf og álitsgerðir vegna kaupaukareglna. 
  • Gerð innri reglna fjármálafyrirtækja, þ.m.t. lánareglna. 
  • Ráðgjöf vegna markaðssetningar fjármálaþjónustu og sjóða. 
  • Aðstoð vegna innleiðingar nýrra reglna um greiðsluþjónustu (PSD2). 
  • Fyrirlestrar og fræðsla. 
  • Samskipti við eftirlitsaðila. 

Lögmenn LOGOS fylgjast grannt með þörfum viðskiptavina sinna og eru vel á varðbergi gagnvart nýbreytni og þróun fjármálamarkaða og fjármálaþjónustu. Stofan er jafnframt leiðandi á öðrum sviðum, svo sem í persónuverndarrétti (GDPR), skattarétti og félagarétti. Þjónustan sem LOGOS veitir er því alhliða, skilvirk og árangursrík. 

Alþjóðlegu matsfyrirtækjunum Chambers and Partners og Legal500 ber saman um að LOGOS sé í fremsta flokki lögmannsstofa hérlendis í þessum málaflokki.  

Póstlisti - Fjármálaþjónusta og regluverk

Óska eftir að fá send fréttabréf og aðrar upplýsingar á sviði fjármálaþjónustu og regluverks. Í persónuverndarstefnu LOGOS má finna nánari upplýsingar um meðferð stofunnar á persónuupplýsingum þínum.