Árangur.jpg

Fjármögnun fyrirtækja og fjármagnsmarkaðir

Stór hluti af verkefnum LOGOS tengist vinnu við hvers konar fjármögnun fyrirtækja og búa lögmenn okkar yfir víðtækri reynslu á þessu sviði. Meðal viðskiptavina eru fyrirtæki, fjármálastofnanir og fjárfestar. Þar á meðal eru fjárfestingasjóðir og lífeyrissjóðir, auk erlendra aðila. Við veitum ráðgjöf um val milli fjármögnunarkosta auk þess að sinna samninga- og skjalagerð sem oft getur verið býsna flókin.

LOGOS hefur einnig verið leiðandi á þeim sviðum sem varða verðbréf og viðskipti með þau en á stofunni starfa nokkrir af færustu sérfræðingum landsins á sviði verðbréfamarkaðsréttar. Helstu verkefni á þessum réttarsviðum varða kaup og sölu verðbréfa í ýmsum útfærslum. Einnig má nefna mikilvæg atriði á borð við þau réttindi og skyldur sem fylgja skráningu félaga í kauphöll; tilkynningar um breytingar á eignarhaldi verulegs eignarhluta, tilkynningarskyld viðskipti innherja og fleira.