shipping.jpg

Flugréttur, sjóréttur og flutningaréttur

Ísland hefur um áraraðir verið miðpunktur fyrir fólks- og vöruflutninga milli Evrópu og Norður-Ameríku, bæði á láði og legi. Þá krefst íslenskur sjávarútvegur viðamikillar þekkingar á sjórétti. Lögmenn LOGOS eru leiðandi á sviði flug-, sjó- og flutningaréttar.

Flugréttarsérfræðingar okkar hafa mikla reynslu af fjármögnun flugvéla, kaupum og sölu flugvéla sem og réttindaskráningu á flugvélum. LOGOS veitir flugfélögum, leigusölum flugvéla, fyrirtækjum í flugvélaviðskiptum og bönkum ráðgjöf um hvers konar samningsgerð tengda flugvélum, þ. á m. gerð kaup-, leigu- og veðsamninga um flugvélar. Meðal viðskiptavina stofunnar á þessu sviði er Icelandair, m.a. varðandi samninga í tengslum við sölu, leigu og kaup á flugvélum. LOGOS hefur enn fremur mikla reynslu af því að ráðleggja bönkum og fjármálastofnunum um fjármögnun flugvéla og veðtryggingar, sem og að leiðbeina leigusölum um leigu flugvéla.. Þá hefur skrifstofa LOGOS í London reglulega haldið utan um alþjóðleg ágreiningsmál varðandi flugvélar.

Sjó- og flutningaréttarteymi LOGOS hefur í gegnum árin aðstoðað innlend sem erlend flutninga- og útgerðarfyrirtæki, sem og P&I klúbba, tryggingarfélög og einstaklinga, við mál sem tengjast siglingum og flutningum. Má þar nefna allt sem tengist farmkröfum, leigusamningum um skip, slysum á skipverjum, skipasmíðar, kaup og sölu skipa, björgun, niðurjöfnun sjótjóns og árekstra skipa o.s.frv. Meðal viðskiptavina okkar á þessu sviði er, Eimskipafélag Íslands hf. (Eimskip) og dótturfélög þess. Aðrir helstu viðskiptavinir LOGOS á þessu sviði eru Vátryggingafélag Íslands hf. (VÍS) og Landhelgisgæsla Íslands.