Hæstaréttardómar_hlið.jpg

HUGVERKARÉTTUR OG UPPLÝSINGATÆKNI

Hugverkaréttur, fjarskipti og upplýsingatækni eru á meðal sterkustu starfssviða LOGOS, auk þess að vera þau svið lögfræðinnar sem hafa verið í hvað mestum vexti undanfarið. Sérfræðingar stofunnar hafa mikla reynslu og menntun á þessum sviðum, sem nýtist viðskiptavinum með ólíkar þarfir.

Meðal verkefna LOGOS má nefna samninga um gerð og notkun hugbúnaðar, um afnot einkaleyfa, vörumerkja og hönnunar, um útgáfu á tónlist og notkun hennar í auglýsingum og kvikmyndum, samninga við umboðsmenn tónlistarmanna, skilmála vegna dreifingar og sölu tónlistar á netinu, samninga kvikmyndaframleiðenda við handritshöfunda og leikara, framleiðslusamninga vegna sjónvarpsþátta og ráðgjöf um rafræna markaðssetningu. Þá hafa sérfræðingar LOGOS rekið dómsmál og veitt annars konar aðstoð í ágreiningsmálum vegna óheimillar notkunar hugverka, þar með talið vörumerkja og einkaleyfa, sem og vegna ólögmætrar notkunar á hugbúnaði, galla í smíði og vegna vanefnda við innleiðingu lausna.

Sérfræðingar stofunnar hafa jafnframt áralanga reynslu í ráðgjöf um persónuverndarmálefni, þ.m.t. vegna flutnings persónuupplýsinga úr landi, samninga vinnsluaðila og ábyrgðaraðila og ráðgjöf vegna leyfis- og tilkynningarskyldu til Persónuverndar.

Samkvæmt álitsgjöfum matsfyrirtækisins Legal500 er LOGOS í forystu á þessum sviðum og með framúrskarandi orðspor.