Opinber innkaup.jpg

Opinber innkaup

LOGOS veitir þjónustu á sviði löggjafar um opinber innkaup og framkvæmd útboða, svo sem í tengslum við kærur til kærunefndar útboðsmála. Við veitum bæði einkaaðilum og opinberum aðilum ráðgjöf á þessu sviði.

Lögmenn stofunnar hafa viðamikla reynslu af meðferð ágreiningsmála á sviði innkaupa og og úboða sem fara yfir dómstóla. Við veitum ráðgjöf um val á útboðsaðferðum og öðrum leiðum til að koma á fót verk-, þjónustu- eða vörukaupasamningum, gerð útboðsskilmála, við val á bjóðendum og tilboðum, sem og við gerð tilboða.

Verkefni okkar á þessu sviði snúa að fjölbreyttum flokkum innkaupa og útboða, og má sem dæmi nefna verkefni sem snúa að eftirfarandi:

  • Innviðauppbygging á borð við vegagerð, gangagerð og virkjarnir
  • Útbúnaður fyrir sjúkrahús
  • Farþegaflutningar
  • Upplýsingatækni
  • Arkitektaþjónusta
  • Fjarskiptaþjónusta