Persónuvernd1.jpg

LOGOS býður fyrirtækjum og stofnunum upp á alhliða fræðslu um nýju persónuverndarlöggjöfina og má skipta þjónustunni í þrennt:

Rafrænt kynningarefni:

Boðið er upp á rafrænt kynningarefni í formi myndbands þar sem farið er yfir meginatriði persónuverndarlaganna. Myndbandið er 20 mínútna langt og hentar mjög vel breiðum hópi starfsfólks.

Hér má sjá sýnishorn úr myndbandinu


Námskeið:

Þá býður LOGOS upp á námskeið fyrir þá starfsmenn sem vinna með persónuupplýsingar. Námskeiðin eru sniðin að þeirri vinnslu sem fyrirtækið eða stofnunin hefur með höndum og áhersla lögð á að hafa námskeiðin praktísk og er hvatt til umræðu, m.a. með raunhæfum verkefnum. Námskeiðin eru um 2,5 til 3 klst. löng.

Handbók um vinnslu persónuupplýsinga:

Í handbókinni er farið yfir þau atriði sem þarf að hafa í huga við meðferð persónuupplýsinga og raunhæf dæmi tekin. Regluverkið er umfangsmikið og það getur verið erfitt að lesa sig í gegnum það. Handbókinni er ætlað að auðvelda starfsmönnum að kynna sér regluverkið og hægt að grípa í hana ef spurningar vakna varðandi afmörkuð atriði.