NEGLA.jpg

Samkeppnisréttur

LOGOS veitir fjölþætta ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar. Má þar nefna ráðgjöf við samrunatilkynningar og hagsmunagæslu vegna mála sem eru til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu, svo sem mál sem varða meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu og meint ólögmætt samráð.

Þá gætir LOGOS hagsmuna margra stærstu fyrirtækja landsins í dómsmálum á sviði samkeppnisréttar, þar með talið vegna krafna um skaðabætur fyrir meint brot á samkeppnislögum.

Sérfræðingar LOGOS í samkeppnisrétti annast reglulega kennslu og námskeiðahald í faginu.

LOGOS fær hæstu einkunn á sviði samkeppnisréttar hjá öllum matsfyrirtækjum sem metið hafa stofuna, The Legal 500, Chambers and Partners og IFLR1000.

Helstu eigendur á þessu sviði eru Helga Melkorka Óttarsdóttir, sem fær hæstu einkunn hjá matsfyrirtækinu Chambers and Partners í flokki viðskipta- og félagaréttar og í flokki Evrópuréttar og samkeppnisréttar hjá The Legal 500Gunnar Sturluson sem fær háa einkunn hjá Chambers and Partners og Halldór Brynjar Halldórsson sem er einn lögmanna hér á landi metinn sem „Next generation lawyer“ í flokki Evrópuréttar og samkeppnisréttar af matsfyrirtækinu The Legal 500.

Helga Melkorka, Halldór Brynjar og Gunnar eru höfundar kafla um Ísland í ritinu Chambers Global Practice Guides - Antitrust Litigation 2020.