Hæstaréttardómar_hlið.jpg

SAMKEPPNISRÉTTUR

Samkeppnisréttur er eitt af þeim réttarsviðum sem mikið reynir á í þjónustu LOGOS við viðskiptavini. Meðal verkefna á sviði samkeppnisréttar má nefna samrunatilkynningar og hvers konar hagsmunagæslu tengda samrunum fyrirtækja, hérlendis og erlendis. Ennfremur hagsmunagæsla vegna mála sem eru til meðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum svo sem vegna meintrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu fyrirtækja og meints samráðs.

Sérfræðingar LOGOS í samkeppnisrétti annast reglulega kennslu og námskeiðahald í faginu.

Helstu eigendur á þessu sviði eru framkvæmdastjóri LOGOS, Helga Melkorka Óttarsdóttir, sem fær hæstu einkunn hjá matsfyrirtækinu Chambers and Partners í flokki viðskipta- og félagaréttar og í flokki Evrópuréttar og samkeppnisréttar hjá The Legal 500 og Gunnar Sturluson sem fær hæstu einkunn hjá Chambers and Partners.