Skattaréttur.jpg

Skattaréttur

Vegna síaukinnar samkeppni á alþjóðlegum markaði hafa fyrirtæki í auknum mæli þörf á ráðgjöf til að tryggja rétta framkvæmd samkvæmt lögum.

Sérfræðingar LOGOS í skattarétti hafa bæði sótt sér sérnám í alþjóðlegum skattarétti og viðskiptum við erlenda háskóla, auk þess sem þeir hafa aflað sér reynslu og sérfræðiþekkingar með því að fást við verkefni fyrir viðskiptavini af öllum stærðum og gerðum, t.d. fyrir alþjóðlega fjárfesta og fjármálastofnanir. Á meðal viðskiptavina LOGOS eru fyrirtæki auk fjármagnseigenda.

Sérfræðingar LOGOS veita ráðgjöf um íslenskt skattaumhverfi, alþjóðlegan skattarétt og skattalegt skipulag alþjóðlegra fyrirtækja. Þá veita lögmenn LOGOS aðstoð í samskiptum við skattyfirvöld varðandi túlkun laga og alþjóðlegra samninga. Þeir sjá einnig um kærur skattamála á stjórnsýslustigi og málflutning fyrir dómstólum.