Stjórnsýsluréttur og skipulagsmál1.jpg

Stjórnsýsluréttur og skipulagsmál

Í rekstri fyrirtækja á Íslandi hefur mikilvægi þekkingar á regluverki stjórnvalda farið vaxandi á undanförnum árum. Stöðugt  eru gerðar meiri kröfur til fyrirtækja varðandi ýmsa þætti í starfsemi þeirra, svo sem varðandi starfsleyfi og skipulagsmál. Lögmenn LOGOS eru í stakk búnir til að veita ráðgjöf um meðferð stjórnsýslumála á öllum sviðum stjórnsýslunnar og að sjá um samskipti við stjórnvöld.

Meðal verkefna okkar á þessu sviði eru samskipti við stjórnvöld vegna starfsleyfa og skipulagsmála. Þá veitum við reglulega álit um réttarstöðu einstaklinga og lögaðila og erum bæði opinberum stofnunum og einkaaðilum til ráðgjafar um stjórnsýslu- og skipulagsmál.

Í stjórnsýsluréttarteyminu okkar er m.a. Helga Melkorka Óttarsdóttir, sem talin er í fremstu röð í flokki viðskipta- og félagaréttar af Chambers and Partners