Steypustyrktarjárn1.jpg

Verktakaréttur, eignaréttur og fasteignakaup

Íslenski verktakamarkaðurinn hefur gengið í gegnum umtalsverðar sveiflur á undanförnum árum, milli mikillar eftirspurnar upp úr árinu 2000 og þess samdráttar sem varð í kjölfar hrunsins. Í dag virðumst við sjá merki um aukin umsvif á verktakamarkaði. Þessar miklu breytingar hafa skapað þörf fyrir sérfræðikunnáttu á lagaumhverfi verktaka, fjármögnunar og opinberra innkaupa. 

LOGOS hefur í áraraðir verið leiðandi lögmannsstofa á Íslandi á sviði verktakaréttar. Við höfum ráðlagt bæði verktökum og verkkaupum um samningagerð og úrlausn deilumála. 

Lögmenn LOGOS aðstoða umbjóðendur sína við hvers kyns mál er varða fasteignir og jarðir ásamt því að sjá um nauðsynlega hagsmunagæslu. Þeir sérhæfa sig í málum er varða ráðgjöf um viðskipti með fasteignir og einnig málum er tengjast göllum á fasteignum. 

Á sviði eignaréttar veitum við meðal annars ráðgjöf um túlkun og beitingu jarðalaga og samningsbundinna forkaupsréttarákvæða, auk þess sem hvers kyns skipulagsmálefni kalla á aukna sérhæfingu. Þá veita sérfræðingar LOGOS ráðgjöf um skipulag, fjármögnun, leigusamninga og hvað eina annað er varðar fasteignaþróunarverkefni. Slík verkefni hafa færst í vöxt á undanförnum árum og hafa sérfræðingar LOGOS sinnt slíkum verkefnum á Íslandi, Spáni, Bretlandi og víðar.

The Legal 500 gefur LOGOS fyrstu einkunn á sviði verktakaréttar og einkafjármögnunar.