1Vinnuréttur.jpg

Vinnuréttur

Góðir starfskraftar eru ómissandi hverjum rekstri en lykillinn að vel reknu fyrirtæki er ekki síður aðgangur að áreiðanlegri sérfræðiþekkingu á þeim reglum sem gilda á sviði vinnuréttar. Um árabil hafa vinnuveitendur og ýmis samtök atvinnurekenda leitað eftir ráðgjöf LOGOS á öllum sviðum vinnuréttar. LOGOS hefur mikla reynslu af því að aðstoða atvinnurekendur við gerð kjarasamninga og ráðningarsamninga og koma fram fyrir hönd vinnuveitenda í deilum við launþega og samtök þeirra, svo sem varðandi samkeppnis- og trúnaðarákvæði í ráðningarsamningum.

LOGOS fær fyrstu einkunn hjá Chambers and Partners og er þekkt fyrir að veita ráðgjöf um allar hliðar vinnuréttar, þar með talið um gerð ráðningarsamninga og kaupréttarsamninga, atvinnuleyfi og kaupaukagreiðslur til launþega. Meðal helstu viðskiptavina okkar á þessu sviði eru Rio Tinto Alcan, Eimskipafélag Íslands, Norðurál, Lyf og heilsa og VÍS.

Helsti sérfræðingur LOGOS á sviði vinnuréttar er Ólafur Eiríksson, sem hlýtur fyrstu einkunn Chambers and Partners