LOGOS steinplata cropped.jpg

Á vefsíðu LOGOS, www.logos.is, er að finna nokkrar gerðir af vefkökum (e. cookies). Stefnu þessari er ætlað að upplýsa notendur vefsíðunnar (einnig vísað til sem „þín“) um hvaða kökur þetta eru og um notkun LOGOS (einnig vísað til sem „okkar“) á vefkökunum.   

1. HVAÐ ER VEFKAKA?

Vefkökur eru  litlar textaskrár sem settar eru inn á tölvuna þína eða önnur snjalltæki þegar vefsíða LOGOS er heimsótt. Vefkökur gera vefsíðum kleift að þekkja tölvur og snjalltæki notenda og því er vefkaka eins konar stafrænt merki sem man hvar þú hefur verið á netinu.  

Gerður er greinarmunur á setukökum og viðvarandi vefkökum. Setukökur gera vefsíðu kleift að tengjast aðgerðum notanda á meðan hann er á síðunni. Setukökur eyðast almennt þegar notandi fer af síðunni og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vefkökur vistast hins vegar á tölvu notanda og muna þannig val eða aðgerðir notenda á síðunni. LOGOS notast bæði við setukökur og viðvarandi vefkökur. 

Þá eru vefkökur ýmist fyrstu aðila kökur eða þriðju aðila kökur. Það ræðst af léni vefsíðunnar sem notar vefkökuna hvort hún telst fyrsta- eða þriðja aðila vefkaka. Fyrstu aðila vefkökur eru í grundvallaratriðum vefkökur sem verða til á þeirri vefsíðu sem notandi heimsækir. Þriðju aðila vefkökur eru þær vefkökur sem verða til á öðru léni en því sem notandi heimsækir, en hafa þó ákveðna virkni á vefsíðu okkar. 

2. VEFKÖKUR Á VEFSÍÐU LOGOS

Vefsíða LOGOS notast bæði við fyrstu aðila kökur og þriðju aðila kökur. Þær vefkökur sem finna má á vefsíðu LOGOS eru eftirfarandi: 


Fyrstu aðila kökur

Við notum tvær tegundir af fyrstu aðila setukökum til að greina umferð um vefsíðu okkar og safna tölfræðiupplýsingum um notkun síðunnar. Kökunum er eytt þegar þú lokar þeim vafra sem notaður er til að skoða vefsíðuna. Upplýsingarnar sem safnast með kökunum eru notaðar til að greina hvaða hlutar vefsíðunnar eru skoðaðir meira en aðrir. 

Þá notum við eina viðvarandi fyrstu aðila setuköku sem er geymd á búnaði notanda í allt að tvö ár, en hún er notuð til þess að greina hvort notandi hafi skoðað vefsíðu LOGOS áður og hversu oft notandi heimsækir vefsíðuna. 

Ofangreindar kökur teljast tölfræðikökur og er notkun þeirra byggð á lögmætum hagsmunum LOGOS. Notandi getur valið að slökkva á þessum kökum. 

Auk þess er notast við setuköku sem er nauðsynleg fyrir virkni vefsíðunnar, en hún eyðist þegar þú lokar þeim vafra sem notaður er til að skoða vefsíðuna. Notkun LOGOS á þessari köku byggir á lögmætum hagsmunum LOGOS og ekki er hægt að slökkva á henni.

 

Þriðju aðila kökur

Á vefsíðu LOGOS er að finna leitarglugga sem er útbúinn af Google. Í tengslum við þann leitarglugga er að finna viðvarandi þriðju aðila vefkökur á vefsíðunni sem koma frá Google Analytics. Google notar kökurnar í þeim tilgangi að sérsníða auglýsingar og birta notendum annars staðar á netinu og greina notkun á vefsíðu LOGOS. Þessar vefkökur eru geymdar á búnaði notanda í allt að 6 mánuði.

Þessar þriðju aðila kökur flokkast sem markaðskökur. Markaðskökurnar safna persónugreinanlegum upplýsingum um notendur og þær byggja á samþykki notenda. LOGOS hefur blokkerað kökurnar og þær verða ekki virkar nema notendur samþykki þær sérstaklega.

Jafnvel þó svo að notandi samþykki notkun á markaðskökunum nýtir LOGOS sér ekki þær upplýsingar sem safnast með notkun á þeim kökum, en Google áskilur sér rétt til notkunar á þeim.

 

3.       HVERNIG ER HÆGT AÐ SLÖKKVA Á VEFKÖKUNUM? 

Þegar notandi heimsækir vefsíðu LOGOS í fyrsta skipti birtist spretti-gluggi á forsíðu vefsíðunnar þar sem viðkomandi er upplýstur um notkun LOGOS á vefkökum. 

Notendur geta breytt stillingum á vefkökum og komið í veg fyrir að LOGOS safni tölfræðikökum.

Veitir þú samþykki fyrir markaðskökum getur þú hvenær sem er afturkallað það samþykki með því að loka á kökur á vefsíðunni eða eyða þeim úr vafra þínum.

Notendur geta eytt vefkökum í þeim vafra sem notast er við hverju sinni. Leiðbeiningar fyrir mismunandi vafra má finna hér fyrir neðan:

 

4.       NÁNARI UPPLÝSINGAR UM PERSÓNUVERND

LOGOS getur frá einum tíma til annars breytt stefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða vegna breytinga á því hvernig við notum vefkökur.  

Nánari upplýsingar um vinnslu LOGOS á persónuupplýsingum má finna í persónuverndarstefnu félagsins, sem aðgengileg er hér.