Alþjóðasamstarf

Alþjóðaviðskipti gera miklar kröfur um samstarf við erlenda lögmenn. LOGOS er félagi í Lex Mundi sem eru stærstu samtök óháðra lögfræðistofa í heiminum. Í samtökunum eru yfir 22.000 lögfræðingar á 700 skrifstofum í yfir 100 löndum og veitir aðild LOGOS að Lex Mundi viðskiptavinum okkar aðgang að lögfræðiþjónustu og markaðsþekkingu á heimsvísu.

Fánar heims blakta við bláan himinn
Merki Lex Mundi
Merki Lex Mundi

LOGOS vinnur einnig með lögmönnum víða um heim, hvort heldur sem er sjálfstæðum stofum eða stofum starfandi í mörgum lögsögum.

Félagar innan Lex Mundi skila reglulega inn Guide to doing business sem veitir lagalega yfirsýn yfir viðskiptaumhverfi hvers lands fyrir sig, sem er gagnlegt þegar móta á stefnu um alþjóðleg viðskipti eða þegar kanna á nýja markaði.

Sjá bækling LOGOS fyrir Lex Mundi: Guide to doing business in Iceland 2021

TRACE International

LOGOS lögmannsþjónusta einnig er hluti af TRACE International, en yfir 100 lögmannsstofur í heiminum eru hluti af samtökunum og eru fulltrúar fleiri en 130 landa. Hver lögmannsstofa veitir mikilvægar upplýsingar og þekkingu á innlendum lögum og reglum gegn mútugreiðslum.

TRACE International vinnur einungis með einni lögmannsstofu í hverju landi.