Störf í boði

Hjá LOGOS hafa metnaðarfullir lögfræðingar tækifæri til að taka þátt í spennandi verkefnum fyrir íslensk og erlend fyrirtæki.

Starfsfólk LOGOS stendur við svart borð og spjallar saman

Lögfræðingar LOGOS öðlast þjálfun og reynslu í margvíslegum lögfræðilegum álitaefnum í störfum sínum. Lögð er áhersla á endurmenntun lögfræðinga og meðal annars haldnir fræðslufundir auk námskeiða fyrir lögmenn stofunnar. Þá er lögð áhersla á þátttöku á námskeiðum, ráðstefnum og í kennslu. Árlega sækja nokkrir liðsmenn LOGOS námskeið í útlöndum.

Nýir liðsmenn verða að standast kröfur um skipulögð vinnubrögð, nákvæmni og áreiðanleika og góða tungumálakunnáttu. Umsækjendur verða að vera reiðubúnir til þess að afla sér málflutningsréttinda á starfstímanum.

Ef þú hefur áhuga á að starfa hjá LOGOS vinsamlegast sendu okkur umsókn ásamt ferilskrá, kynningarbréfi og námsferilsyfirliti.

Á ráðningarvefnum getur þú sótt um auglýst störf eða lagt inn almenna starfsumsókn.

Persónuverndarstefna LOGOS - Umsækjendur.