Jafnlaunastefna LOGOS

LOGOS hefur einsett sér að tryggja að jafnræðis og málefnalegra sjónarmiða sé gætt við ákvörðun launa.

Handaband

1. Markmið

Markmið jafnlaunastefnu LOGOS er að tryggja að jafnræðis og málefnalegra sjónarmiða sé gætt við ákvörðun launa. Allt starfsfólk skal fá greidd jöfn laun og njóta jafnra kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Það nær bæði til grunnlauna sem og hvers kyns annarra greiðslna og réttinda.

Stöðugt skal unnið að því að útrýma óútskýrðum kynbundnum launamun, sé hann til staðar. Jafnlaunastefnan er jafnframt launastefna stofunnar.

2. Ábyrgð

Stjórn stofunnar ber ábyrgð á að jafnlaunakerfi þess standist lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.

Framkvæmdastjóri og forstöðumaður rekstrarsviðs bera ábyrgð á að starfað sé samkvæmt stefnunni og að framfylgja verklagsreglum sem að henni lúta.

Forstöðumaður rekstrarsviðs er ábyrgur fyrir innleiðingu, viðhaldi, eftirliti, viðbrögðum og stöðugum umbótum jafnlaunakerfisins í samræmi við jafnlaunastaðal ÍST 85.

3. Framkvæmd

Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu stofunnar skuldbindur LOGOS sig til að:

  • Skjalfesta og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðals ÍST 85
  • Setja fram og rýna jafnlaunamarkmið árlega
  • Leggja fram jafnlaunaviðmið sem lögð eru til grundvallar flokkunar allra starfa og tryggja að þau séu málefnaleg og feli ekki í sér beina né óbeina mismunun
  • Tryggja að allar launaákvarðanir séu gegnsæjar, málefnalegar, skjalfestar, rekjanlegar og í samræmi við jafnlaunakerfi stofunnar
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti
  • Framkvæma launagreiningu að lágmarki árlega og kynna niðurstöður starfsfólki
  • Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma
  • Birta stefnu þessa á ytri vef og kynna hana öllu starfsfólki

Þessi jafnlaunastefna var samþykkt þann 30. janúar 2023.

Jafnlaunavottun 2023-2026.
Jafnlaunavottun 2023-2026.