Yfir 50 lögmenn og lögfræðingar, með víðtæka reynslu og sérhæfingu á fjölmörgum starfssviðum lögfræðinnar, gera okkur kleift að setja saman teymi sem henta ólíkum þörfum viðskiptavina stofunnar.
Meginmarkmið LOGOS er að reka öfluga lögmannsþjónustu sem byggir á mikilli reynslu og þekkingu sem skilar viðskiptavinum verðmætum lausnum.
LOGOS er eina íslenska lögmannsstofan sem er með aðild að Lex Mundi, samtökum sjálfstæðra lögmannsstofa um allan heim, þar sem viðskiptavinum okkar gefst kostur á fyrsta flokks ráðgjöf frá lögmönnum í öllum heimshornum.
Erlendu matsfyrirtækin Chambers and Partners, The Legal 500 og IFLR1000 hafa undanfarin ár veitt LOGOS bestu umsögn á flestum starfssviðum og valið sem leiðandi lögmannsstofu.
London skrifstofan
LOGOS opnaði fyrst íslenskra lögmannsstofa skrifstofu erlendis þegar starfsstöð hennar í Lundúnum var opnuð árið 2006. Á skrifstofu LOGOS starfa lögmenn með íslensk og bresk lögmannsréttindi og hafa þeir myndað sterk alþjóðleg tengsl við fyrirtæki og lögmannsstofur víðs vegar um heim.