LOGOS valið Framúrskarandi fyrirtæki tíunda árið í röð

LOGOS hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki tíunda árið í röð. Þessi árangur staðfestir sterkan og stöðugan rekstur, fagmennsku og ábyrga starfshætti LOGOS í gegnum árin.

Aðeins lítill hluti íslenskra fyrirtækja uppfyllir ströng viðmið Creditinfo um framúrskarandi rekstur. Þessi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að byggja starfsemi sína á traustum grunni, sýna góða stjórnarhætti og stuðla að heilbrigðu atvinnulífi sem eflir hag allra. Viðurkenningin endurspeglar samstillt framlag starfsfólks, traust viðskiptavina og stöðugan metnað til að vera leiðandi.