Alþjóðlegi leiðarvísirinn Global Comparative Guide to Children in the Digital World er gefinn út af lögmannsstofunni Bird & Bird og veitir samanburð á regluverki um réttindi barna í stafrænum heimi í yfir 45 lögsögum.
Hjördís Halldórsdóttir, hæstaréttarlögmaður hjá LOGOS og Þóra Birna Ingvardóttir, fulltrúi hjá LOGOS, unnu að íslenska hluta skýrslunnar og settu fram greinargóða umfjöllun um lög og reglur sem gilda á Íslandi um vernd barna á netinu.
Skýrslan varpar ljósi á það hvernig ólík lönd takast á við lagalegar og siðferðilegar áskoranir sem fylgja stafrænni þátttöku barna og hvernig þau tryggja réttindi þeirra í síbreytilegu stafrænu landslagi.
Skýrslan er nú aðgengileg á vef og má lesa um stöðu Íslands Iceland - Children in the Digital World